Heilsugæslan - fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. september 2021 17:45 Framlög til heilsugæslunnar hafa á kjörtímabilinu verið aukin verulega til að tryggja að heilsugæslan verði raunverulegur fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Samtals hafa fjárframlög til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu (HH) á kjörtímabilinu aukist um 24%, skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á höfuðborgarsvæðinu eru 19 heilsugæslustöðvar, og þar af eru 15 í opinberum rekstri. HH sinnir heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins en hefur einnig samhæfingarhlutverki að gegna fyrir heilsugæsluþjónustu á landsvísu. Meira fjármagn og fjölbreyttari verkefni Ný verkefni sem HH hefur tekið að sér á kjörtímabilinu eru mörg og fjölbreytt. Þau eiga það sameiginlegt að efla og styrkja fjölþætta þjónustu HH, og styrkja þar með stöðu HH sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hér á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna stofnun Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu, eflingu geðheilbrigðisþjónustu m.a. með fjölgun sálfræðinga og stofnun geðheilsuteyma um land allt. Aukið fjármagn var sett í heimahjúkrun, endurhæfingu í heimahúsi, heilsueflandi móttökum komið á, sérnámsstöðum í heimilislækningum fjölgað og netspjall í Heilsuveru eflt, auk þess sem samhæfingarstöð krabbameinskimana tók til starfa á HH um síðustu áramót. Þessi mikla áhersla á eflingu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins birtist líka í fjölgun stöðugilda þar - en frá því í desember 2017 til apríl 2021 hefur stöðugildum fjölgað um ríflega 90 stöðugildi eða um 18 %. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu stofnuð Samkvæmt ákvörðun minni var Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sett á fót árið 2018. Markmiðið með stofnun hennar var að jafna aðgengi landsmanna að þeirri mikilvægu grunnþjónustu sem heilsugæslan er, hvar sem fólk býr, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum. Þróunarmiðstöðin leiðir faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu og starfar innan HH. Innan Þróunarmiðstöðvarinnar starfar starfsfólk með breiða fagþekkingu, auk þess sem fagráð miðstöðvarinnar tryggir sjálfstæði hennar og tengsl við veitendur heilsugæsluþjónustu um allt land. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur á kjörtímabilinu fengið fjármagn m.a. til að efla og samhæfa geðræktarstarf, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni s.s. í skólahjúkrun, ungbarnavernd og annarri þverfaglegri heilsugæsluþjónustu, útbúa og miðla fræðsluefni um geðheilbrigðismál fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu,útbúa fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um neyslu- og fíknivanda, innleiða skimun fyrir þessum vanda og stýra innleiðingu meðferðarúrræða í heilsugæslu, hjá geðheilsuteymum og í heimahjúkrun - svo nokkur dæmi séu tekin. Geðheilsuteymi og fjölgun sálfræðinga Fjöldi sálfræðinga í heilsugæslunni um land allt hefur rúmlega tvöfaldast á kjörtímabilinu og eru stöðugildi sálfræðinga nú um 75 á landinu öllu. Auk þess hafa geðheilsuteymi tekið til starfa í heilsugæslunni um allt land. Sérhæfð geðheilsuteymi hafa einnig verið sett upp á vegum heilsugæslunnar. Geðheilsuteymið fjölskylduvernd starfar á landsvísu og veitir verðandi foreldrum þjónustu og foreldrum með ung börn sem glíma við alvarlega vanlíðan, geðrænan vanda eða hafa áhyggjur af þroska og/eða tengslamyndun við barn. Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana starfar einnig á landsvísu og þjónustar fólk 18 ára og eldri en markhópur teymisins er fólk með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu sem þarfnast sértækrar geðheilbrigðisþjónustu. Geðheilsuteymi fanga hóf starfsemi sína í lok árs 2019 og sinnir geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Nú er unnið að því að stofna þverfagleg geðheilsuteymi fyrir börn á landsvísu, en heilbrigðisráðuneytið hefur falið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stofna slíkt teymi sem vinna mun á landsvísu að meðferð barna, ráðgjöf og stuðningi við önnur teymi í heilsugæslu og á heilbrigðisstofnunum og spítölum um land allt. Enn fremur mun teymið vinna að því að tengja heilbrigðis-, skóla- og félagsþjónustu eins og þörf skjólstæðinga kallar eftir. Aukin rafræn samskipti HH hefur lagt mikla áherslu á notkun tækninnar í veitingu þjónustu. Mikil aukning hefur á síðustu árum orðið í rafrænum samskiptum við notendur þjónustunnar í gegnum Mínar síður á Heilsuveru, og heimsóknum á þekkingarvef Heilsuveru hefur einnig fjölgað mikið og vefurinn er nú orðinn vel þekktur meðal almennings. Sem dæmi má nefna að árið 2016 var fjöldi rafrænna samskipta á Heilsuveru 6680, árið 2019 var fjöldi samskiptanna 119.282 og árið 2020 voru rafræn samskipti í Heilsuveru orðin 240.948, svo ljóst er að aukning rafrænna samskipta er gríðarleg. Notkun netspjallsins í Heilsuveru hefur líka aukist mikið, en árið 2018 var fjöldi samskipta í gegnum Netspjall tæplega 1500 en árið 2020 tæplega 70.000. Það er því ekkert vafamál að um jákvæða þróun á þjónustu er að ræða. Kvennamótttaka Ég ákvað í júní á þessu ári, í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að ráðast í tilraunaverkefni um sérstaka móttöku fyrir konur innan heilsugæslunnar. Þetta er gert þar sem vísbendingar eru um að þörfum kvenna fyrir heilbrigðisþjónustu þegar um ræðir sértæk heilsufarsvandamál kvenna, sé ekki mætt sem skyldi. Heilsugæslan fékk 60 milljóna króna viðbótarframlag vegna verkefnisins, og þar af fær Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu 15 milljónir króna. Hlutverk þróunarmiðstöðvarinnar verður að tryggja þekkingaröflun á þessu sviði og koma þeim á framfæri á landsvísu. Sem dæmi um málefni sem mikilvægt er að heilsugæslan sinni og varða konur sérstaklega eru breytingaskeið kvenna, upplýsingar um getnaðarvarnir, ráðgjöf um ofbeldi og afleiðingar þess og ýmsir sjúkdómar sem herja sérstaklega á konur, svo eitthvað sé nefnt. Vegna þessa hefur verið bent á að sérstakar móttökur fyrir konur í heilsugæslu gætu verið góð leið til að uppfylla betur þarfir þeirra fyrir þjónustu. Miðað er við opnun einnar kvennamóttöku innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að byrja með sem mönnuð verði stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks sem hefur reynslu og þekkingu á viðfangsefninu, s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum eða ljósmæðrum. Áhersla verður lögð á að starfsfólkið sé í stakk búið til að greina þann vanda sem um ræðir og bregðast rétt við, auk þess að hafa aðgengilegar réttar og gagnreyndar upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk, konur og allan almenning. HH vinnur nú að undirbúningi þessa. Fleiri fagstéttir innan HH Áhersla hefur verið lögð á fjölgun heilbrigðisstétta til að tryggja fjölbreytta þekkingu innan heilsugæslunnar svo mæta megi fjölbreyttum vanda með þverfaglegri þekkingu og þannig veita betri þjónustu. Heimahjúkrun Á höfuðborgarsvæðinu er heimahjúkrun veitt bæði af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heimaþjónustu Reykjavíkur. Verulega hefur verið aukið fjármagn til heimahjúkrunar á kjörtímabilinu og til eflingar heilbrigðistæknilausna í þjónustunni. Einnig hefur verið sett sérstakt fjármagn til heilsueflandi móttaka en þar var sérstök áhersla á þjónustu við eldra fólk og fólk með langvinna sjúkdóma. Covid-19 Heilsugæslan hefur gegnt stóru hlutverki í Covid-19-heimsfaraldri. HH tók að sér skipulag á öllum sýnatökum og bólusetningum, og hefur sinnt öllum þeim verkefnum með miklum glæsibrag. Lækkun komugjalda Á kjörtímabilinu hafa komugjöld í heilsugæsluna verið felld niður fyrir aldraða og öryrkja, og komugjöld fyrir almenning verið lækkuð verulega. Það eru mikilvæg skref og brýnt að halda áfram að lækka komugjöldin, því enginn á að þurfa að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Fyrsti viðkomustaðurinn Árum saman hefur verið rætt um mikilvægi þess að heilsugæslan sé og verði efld sem fyrsti viðkomustaður heilbrigðisþjónustunnar. Það hefur verið skýrt áherslumál á þessu kjörtímabili. Heilsugæslan hefur vaxið og dafnað og tekið að sér fleiri verkefni og þróað þjónustuna í samræmi við stefnumörkun og aukna áherslu á heilsueflingu og rétta þjónustu á réttum stað. Mikilvægt er að sú þróun fái að halda áfram til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Markmiðið með því öllu er að auka og bæta grunnþjónustuna, þjónustuna sem öll hafa jafnan aðgang að. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Heilsugæsla Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Framlög til heilsugæslunnar hafa á kjörtímabilinu verið aukin verulega til að tryggja að heilsugæslan verði raunverulegur fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Samtals hafa fjárframlög til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu (HH) á kjörtímabilinu aukist um 24%, skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á höfuðborgarsvæðinu eru 19 heilsugæslustöðvar, og þar af eru 15 í opinberum rekstri. HH sinnir heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins en hefur einnig samhæfingarhlutverki að gegna fyrir heilsugæsluþjónustu á landsvísu. Meira fjármagn og fjölbreyttari verkefni Ný verkefni sem HH hefur tekið að sér á kjörtímabilinu eru mörg og fjölbreytt. Þau eiga það sameiginlegt að efla og styrkja fjölþætta þjónustu HH, og styrkja þar með stöðu HH sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hér á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna stofnun Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu, eflingu geðheilbrigðisþjónustu m.a. með fjölgun sálfræðinga og stofnun geðheilsuteyma um land allt. Aukið fjármagn var sett í heimahjúkrun, endurhæfingu í heimahúsi, heilsueflandi móttökum komið á, sérnámsstöðum í heimilislækningum fjölgað og netspjall í Heilsuveru eflt, auk þess sem samhæfingarstöð krabbameinskimana tók til starfa á HH um síðustu áramót. Þessi mikla áhersla á eflingu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins birtist líka í fjölgun stöðugilda þar - en frá því í desember 2017 til apríl 2021 hefur stöðugildum fjölgað um ríflega 90 stöðugildi eða um 18 %. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu stofnuð Samkvæmt ákvörðun minni var Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sett á fót árið 2018. Markmiðið með stofnun hennar var að jafna aðgengi landsmanna að þeirri mikilvægu grunnþjónustu sem heilsugæslan er, hvar sem fólk býr, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum. Þróunarmiðstöðin leiðir faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu og starfar innan HH. Innan Þróunarmiðstöðvarinnar starfar starfsfólk með breiða fagþekkingu, auk þess sem fagráð miðstöðvarinnar tryggir sjálfstæði hennar og tengsl við veitendur heilsugæsluþjónustu um allt land. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur á kjörtímabilinu fengið fjármagn m.a. til að efla og samhæfa geðræktarstarf, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni s.s. í skólahjúkrun, ungbarnavernd og annarri þverfaglegri heilsugæsluþjónustu, útbúa og miðla fræðsluefni um geðheilbrigðismál fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu,útbúa fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um neyslu- og fíknivanda, innleiða skimun fyrir þessum vanda og stýra innleiðingu meðferðarúrræða í heilsugæslu, hjá geðheilsuteymum og í heimahjúkrun - svo nokkur dæmi séu tekin. Geðheilsuteymi og fjölgun sálfræðinga Fjöldi sálfræðinga í heilsugæslunni um land allt hefur rúmlega tvöfaldast á kjörtímabilinu og eru stöðugildi sálfræðinga nú um 75 á landinu öllu. Auk þess hafa geðheilsuteymi tekið til starfa í heilsugæslunni um allt land. Sérhæfð geðheilsuteymi hafa einnig verið sett upp á vegum heilsugæslunnar. Geðheilsuteymið fjölskylduvernd starfar á landsvísu og veitir verðandi foreldrum þjónustu og foreldrum með ung börn sem glíma við alvarlega vanlíðan, geðrænan vanda eða hafa áhyggjur af þroska og/eða tengslamyndun við barn. Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana starfar einnig á landsvísu og þjónustar fólk 18 ára og eldri en markhópur teymisins er fólk með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu sem þarfnast sértækrar geðheilbrigðisþjónustu. Geðheilsuteymi fanga hóf starfsemi sína í lok árs 2019 og sinnir geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Nú er unnið að því að stofna þverfagleg geðheilsuteymi fyrir börn á landsvísu, en heilbrigðisráðuneytið hefur falið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stofna slíkt teymi sem vinna mun á landsvísu að meðferð barna, ráðgjöf og stuðningi við önnur teymi í heilsugæslu og á heilbrigðisstofnunum og spítölum um land allt. Enn fremur mun teymið vinna að því að tengja heilbrigðis-, skóla- og félagsþjónustu eins og þörf skjólstæðinga kallar eftir. Aukin rafræn samskipti HH hefur lagt mikla áherslu á notkun tækninnar í veitingu þjónustu. Mikil aukning hefur á síðustu árum orðið í rafrænum samskiptum við notendur þjónustunnar í gegnum Mínar síður á Heilsuveru, og heimsóknum á þekkingarvef Heilsuveru hefur einnig fjölgað mikið og vefurinn er nú orðinn vel þekktur meðal almennings. Sem dæmi má nefna að árið 2016 var fjöldi rafrænna samskipta á Heilsuveru 6680, árið 2019 var fjöldi samskiptanna 119.282 og árið 2020 voru rafræn samskipti í Heilsuveru orðin 240.948, svo ljóst er að aukning rafrænna samskipta er gríðarleg. Notkun netspjallsins í Heilsuveru hefur líka aukist mikið, en árið 2018 var fjöldi samskipta í gegnum Netspjall tæplega 1500 en árið 2020 tæplega 70.000. Það er því ekkert vafamál að um jákvæða þróun á þjónustu er að ræða. Kvennamótttaka Ég ákvað í júní á þessu ári, í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að ráðast í tilraunaverkefni um sérstaka móttöku fyrir konur innan heilsugæslunnar. Þetta er gert þar sem vísbendingar eru um að þörfum kvenna fyrir heilbrigðisþjónustu þegar um ræðir sértæk heilsufarsvandamál kvenna, sé ekki mætt sem skyldi. Heilsugæslan fékk 60 milljóna króna viðbótarframlag vegna verkefnisins, og þar af fær Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu 15 milljónir króna. Hlutverk þróunarmiðstöðvarinnar verður að tryggja þekkingaröflun á þessu sviði og koma þeim á framfæri á landsvísu. Sem dæmi um málefni sem mikilvægt er að heilsugæslan sinni og varða konur sérstaklega eru breytingaskeið kvenna, upplýsingar um getnaðarvarnir, ráðgjöf um ofbeldi og afleiðingar þess og ýmsir sjúkdómar sem herja sérstaklega á konur, svo eitthvað sé nefnt. Vegna þessa hefur verið bent á að sérstakar móttökur fyrir konur í heilsugæslu gætu verið góð leið til að uppfylla betur þarfir þeirra fyrir þjónustu. Miðað er við opnun einnar kvennamóttöku innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að byrja með sem mönnuð verði stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks sem hefur reynslu og þekkingu á viðfangsefninu, s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum eða ljósmæðrum. Áhersla verður lögð á að starfsfólkið sé í stakk búið til að greina þann vanda sem um ræðir og bregðast rétt við, auk þess að hafa aðgengilegar réttar og gagnreyndar upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk, konur og allan almenning. HH vinnur nú að undirbúningi þessa. Fleiri fagstéttir innan HH Áhersla hefur verið lögð á fjölgun heilbrigðisstétta til að tryggja fjölbreytta þekkingu innan heilsugæslunnar svo mæta megi fjölbreyttum vanda með þverfaglegri þekkingu og þannig veita betri þjónustu. Heimahjúkrun Á höfuðborgarsvæðinu er heimahjúkrun veitt bæði af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heimaþjónustu Reykjavíkur. Verulega hefur verið aukið fjármagn til heimahjúkrunar á kjörtímabilinu og til eflingar heilbrigðistæknilausna í þjónustunni. Einnig hefur verið sett sérstakt fjármagn til heilsueflandi móttaka en þar var sérstök áhersla á þjónustu við eldra fólk og fólk með langvinna sjúkdóma. Covid-19 Heilsugæslan hefur gegnt stóru hlutverki í Covid-19-heimsfaraldri. HH tók að sér skipulag á öllum sýnatökum og bólusetningum, og hefur sinnt öllum þeim verkefnum með miklum glæsibrag. Lækkun komugjalda Á kjörtímabilinu hafa komugjöld í heilsugæsluna verið felld niður fyrir aldraða og öryrkja, og komugjöld fyrir almenning verið lækkuð verulega. Það eru mikilvæg skref og brýnt að halda áfram að lækka komugjöldin, því enginn á að þurfa að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Fyrsti viðkomustaðurinn Árum saman hefur verið rætt um mikilvægi þess að heilsugæslan sé og verði efld sem fyrsti viðkomustaður heilbrigðisþjónustunnar. Það hefur verið skýrt áherslumál á þessu kjörtímabili. Heilsugæslan hefur vaxið og dafnað og tekið að sér fleiri verkefni og þróað þjónustuna í samræmi við stefnumörkun og aukna áherslu á heilsueflingu og rétta þjónustu á réttum stað. Mikilvægt er að sú þróun fái að halda áfram til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Markmiðið með því öllu er að auka og bæta grunnþjónustuna, þjónustuna sem öll hafa jafnan aðgang að. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar