Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn Ólafur Halldórsson skrifar 24. september 2021 18:01 Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn, þar sem barnið getur verið úti að leik áhyggjulaust, þar sem samfélagið er fullt af náungakærleik. Þetta er brot af því sem mér finnst best við það að búa á litlum stað. Margt ungt fólk sem ólst upp á landsbyggðunum flytur til stærri þéttbýlisstaða til þess að stunda framhalds- og háskólanám, þá helst á höfuðborgarsvæðið. Klárar námið, en á svo erfitt með að taka stökkið og flytja aftur heim þó viljinn sé fyrir hendi. Aðrir hafa einfaldlega alltaf viljað skipta um umhverfi og prófa að búa á litlum stað, en eins og áður finnst mörgum erfitt að taka stökkið. En hver er ástæðan? Hvernig getum við gert búsetu á landsbyggðinni samkeppnishæfan kost gagnvart búsetu á höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk? Atvinna Atvinnumál eru yfirleitt það fyrsta sem hindrar flutning til minni staða á landsbyggðinni, en fólk á oft erfitt með að finna störf sem hæfa þeirra menntun. Menntunarstig þjóðarinnar er að verða hærra og fleiri afla sér háskólamenntunar en áður. Í kjölfarið hafa skapast mörg störf sem krefjast háskólamenntunar, það á við bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Mér finnst landsbyggðirnar hafa misst svolítið af lestinni hvað þetta varðar. Í gegnum tíðina hefur atvinnulíf á landsbyggðunum byggt á frumframleiðslu, meðal annars í kringum sjávarútveg. Með vaxandi tækni hefur þessum störfum fækkað og þau horfið af litlum stöðum, að hluta vegna samþjöppunar í sjávarútvegi. Að mínu mati eru nýsköpun, flutningur ríkisstarfa út á land og störf án staðsetningar lausnirnar fyrir litlu samfélögin úti á landi. Menntun Aðgengi að menntun er þáttur sem þarf að jafna út á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem langar að stunda háskólanám ætti ekki að þurfa að flytja sig um set til þess að geta stundað námið frekar en það vill. Efla þarf fjarnám í Háskóla Íslands en Háskólinn á Akureyri hefur staðið sig vel í þeim málum, en þó er alls ekki hægt að læra öll fög í fjarnámi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir fólk sem er nýbúið að stofna fjölskyldu að rífa sig upp með rótum og flytja til þess að bæta við sig námi eða byrja í grunnnámi. Eins er mikill ójöfnuður hvað varðar framhaldsskólamenntun. Barn á Patreksfirði er engan veginn jafnt gagnvart barni í Hafnarfirði ef báðir aðilar stunda nám við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Barnið á Patreksfirði þarf að horfast í augu við flóknar og kostnaðarsamar samgöngur ásamt háum kostnaði á leigumarkaði, á meðan barnið í Hafnarfirði þarf bara að hugsa um það að koma sér til og frá skóla. Auka þarf styrki til námsmanna sem stunda nám fjarri lögheimili, efla fjarnám í Háskólunum, efla verknám á landsbyggðinni og finna búsetuúrræði fyrir ungt fólk sem stundar framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu fjarri heimili. Geðheilbrigði Geðheilbrigðisþjónusta er annar þáttur sem verður að bæta á landsbyggðinni. Aðgengi að sálfræðiþjónustu er til dæmis mjög slæmt á litlum stöðum vítt og breytt um landið. Því þurfa margir að ferðast til höfuðborgarsvæðisins eða til Akureyrar til þess að sækja geðheilbrigðisþjónustu kannski oft í mánuði. Sárafáir sálfræðingar starfa á heilsugæslustöðvum úti á landi og sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru einnig fáir utan stærri þéttbýla eins og Akureyri. Geðræn vandamál eru jafn alvarleg og líkamleg vandamál og því þarf að vera hægt að panta tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslu eins og hjá lækni. Til þess að það sé mögulegt þarf að efla sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvunum og tryggja viðveru sálfræðings að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku á minnstu heilsugæslustöðvunum. Þörfin er svo sannarlega til staðar og úr þessu þarf að bæta. Þessi atriði voru þau sem mér finnst mikilvægust til þess að gera landsbyggðirnar samkeppnishæfan kost til búsetu gagnvart höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk. Þar með er ég þó ekki að segja að þetta séu einu atriðin sem þarf að betrumbæta, en fleiri atriði eru til dæmis að jafna raforkuverð, tryggja traustan raforkuflutning og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Okkar árangur Á fráfarandi kjörtímabili hefur ríkisstjórnin undir forystu Vinstri grænna þó gert vel í mörgum málum sem snerta búsetu á landsbyggðinni. 73% hækkun varð á framlögum til nýsköpunar, 287 nýjum aðgerðum var komið af stað til þess að flýta framkvæmdum við uppbyggingu innviða á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna og ofanflóðavarna. Matvælasjóður var stofnaður til þess að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu, 30% af námsláni var gert að styrk, eins milljarðs aukning á framlögum til geðheilbrigðismála, fjöldi sálfræðinga á heilsugæslustöðvum tvöfaldaðist, sjúkrahótel var opnað og svona mætti lengi telja. Við þurfum þó og getum gert betur og það viljum við í VG gera. Ég treysti engum öðrum flokki betur til þess að halda áfram að jafna búsetuskilyrði á landinu en Vinstrihreyfingunni grænu framboði sem hefur alltaf haft jöfnuð og félagslegt réttlæti sem grunngildi. Það skipir máli hver stjórnar. Höfundur er starfsmaður í aðhlynningu á sjúkra- og dvalardeild og situr í 8. sæti lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn, þar sem barnið getur verið úti að leik áhyggjulaust, þar sem samfélagið er fullt af náungakærleik. Þetta er brot af því sem mér finnst best við það að búa á litlum stað. Margt ungt fólk sem ólst upp á landsbyggðunum flytur til stærri þéttbýlisstaða til þess að stunda framhalds- og háskólanám, þá helst á höfuðborgarsvæðið. Klárar námið, en á svo erfitt með að taka stökkið og flytja aftur heim þó viljinn sé fyrir hendi. Aðrir hafa einfaldlega alltaf viljað skipta um umhverfi og prófa að búa á litlum stað, en eins og áður finnst mörgum erfitt að taka stökkið. En hver er ástæðan? Hvernig getum við gert búsetu á landsbyggðinni samkeppnishæfan kost gagnvart búsetu á höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk? Atvinna Atvinnumál eru yfirleitt það fyrsta sem hindrar flutning til minni staða á landsbyggðinni, en fólk á oft erfitt með að finna störf sem hæfa þeirra menntun. Menntunarstig þjóðarinnar er að verða hærra og fleiri afla sér háskólamenntunar en áður. Í kjölfarið hafa skapast mörg störf sem krefjast háskólamenntunar, það á við bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Mér finnst landsbyggðirnar hafa misst svolítið af lestinni hvað þetta varðar. Í gegnum tíðina hefur atvinnulíf á landsbyggðunum byggt á frumframleiðslu, meðal annars í kringum sjávarútveg. Með vaxandi tækni hefur þessum störfum fækkað og þau horfið af litlum stöðum, að hluta vegna samþjöppunar í sjávarútvegi. Að mínu mati eru nýsköpun, flutningur ríkisstarfa út á land og störf án staðsetningar lausnirnar fyrir litlu samfélögin úti á landi. Menntun Aðgengi að menntun er þáttur sem þarf að jafna út á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem langar að stunda háskólanám ætti ekki að þurfa að flytja sig um set til þess að geta stundað námið frekar en það vill. Efla þarf fjarnám í Háskóla Íslands en Háskólinn á Akureyri hefur staðið sig vel í þeim málum, en þó er alls ekki hægt að læra öll fög í fjarnámi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir fólk sem er nýbúið að stofna fjölskyldu að rífa sig upp með rótum og flytja til þess að bæta við sig námi eða byrja í grunnnámi. Eins er mikill ójöfnuður hvað varðar framhaldsskólamenntun. Barn á Patreksfirði er engan veginn jafnt gagnvart barni í Hafnarfirði ef báðir aðilar stunda nám við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Barnið á Patreksfirði þarf að horfast í augu við flóknar og kostnaðarsamar samgöngur ásamt háum kostnaði á leigumarkaði, á meðan barnið í Hafnarfirði þarf bara að hugsa um það að koma sér til og frá skóla. Auka þarf styrki til námsmanna sem stunda nám fjarri lögheimili, efla fjarnám í Háskólunum, efla verknám á landsbyggðinni og finna búsetuúrræði fyrir ungt fólk sem stundar framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu fjarri heimili. Geðheilbrigði Geðheilbrigðisþjónusta er annar þáttur sem verður að bæta á landsbyggðinni. Aðgengi að sálfræðiþjónustu er til dæmis mjög slæmt á litlum stöðum vítt og breytt um landið. Því þurfa margir að ferðast til höfuðborgarsvæðisins eða til Akureyrar til þess að sækja geðheilbrigðisþjónustu kannski oft í mánuði. Sárafáir sálfræðingar starfa á heilsugæslustöðvum úti á landi og sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru einnig fáir utan stærri þéttbýla eins og Akureyri. Geðræn vandamál eru jafn alvarleg og líkamleg vandamál og því þarf að vera hægt að panta tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslu eins og hjá lækni. Til þess að það sé mögulegt þarf að efla sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvunum og tryggja viðveru sálfræðings að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku á minnstu heilsugæslustöðvunum. Þörfin er svo sannarlega til staðar og úr þessu þarf að bæta. Þessi atriði voru þau sem mér finnst mikilvægust til þess að gera landsbyggðirnar samkeppnishæfan kost til búsetu gagnvart höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk. Þar með er ég þó ekki að segja að þetta séu einu atriðin sem þarf að betrumbæta, en fleiri atriði eru til dæmis að jafna raforkuverð, tryggja traustan raforkuflutning og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Okkar árangur Á fráfarandi kjörtímabili hefur ríkisstjórnin undir forystu Vinstri grænna þó gert vel í mörgum málum sem snerta búsetu á landsbyggðinni. 73% hækkun varð á framlögum til nýsköpunar, 287 nýjum aðgerðum var komið af stað til þess að flýta framkvæmdum við uppbyggingu innviða á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna og ofanflóðavarna. Matvælasjóður var stofnaður til þess að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu, 30% af námsláni var gert að styrk, eins milljarðs aukning á framlögum til geðheilbrigðismála, fjöldi sálfræðinga á heilsugæslustöðvum tvöfaldaðist, sjúkrahótel var opnað og svona mætti lengi telja. Við þurfum þó og getum gert betur og það viljum við í VG gera. Ég treysti engum öðrum flokki betur til þess að halda áfram að jafna búsetuskilyrði á landinu en Vinstrihreyfingunni grænu framboði sem hefur alltaf haft jöfnuð og félagslegt réttlæti sem grunngildi. Það skipir máli hver stjórnar. Höfundur er starfsmaður í aðhlynningu á sjúkra- og dvalardeild og situr í 8. sæti lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar