Eiríkur Bergmann: Flokkur fólksins „á rífandi siglingu“ Þorgils Jónsson skrifar 25. september 2021 23:26 Inga Sæland og Flokkur fólksins hafa fengið fljúgandi start í fyrstu tölum kvöldsins. Miðað við fyrstu tölur er Flokkur fólksins að bæta verulega við sig. Eiríkur Bergmann segir flokkkinn á „rífandi siglingu“ og Ingu Sæland stefna í að verða eina af stærstu stjörnum stjórnmálanna. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í samtali við Heimi Má Pétursson á kosningavöku Stöðvar 2 að af þessum tölum að ráða væri flokkurinn, og Inga Sæland formaður hans, farinn að gera sig gildandi á stjórmálasviðinu. Heimir spurði hvor verið gæti að Flokkur fólksins gæti orðið lím í ríkisstjórn, hugsanlega bjargað Reykjavíkurmódelinu svokallaða með Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Hafi fólk haft áhyggjur af því að Flokkur fólksins væri einhverskonar utangarðsmenn í íslenskum stjórnmálum sem væru ekki taldir stjórntækir, hefur Inga Sæland afsannað það á þessu kjörtímabili með framgöngu sinni,“ sagði Eiríkur. „Og ef fram fer sem horfir er hún orðin ein af stærstu stjörnum íslenskra stjórnmála.“ Hann bætti því við að Inga virtist eiga gott samstarf við aðra stjórnmálaleiðtoga. „Hún er enginn utangarðsmaður.“ Klippa: Inga Sæland í gleðivímu: Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra Inga sagðist sjálf bjartsýn á niðurstöður kosninganna, í samtali við fréttastofu á kosningavöku Flokks fólksins í Grafarvogskirkju. „Mér líður bara yndislega, ég vaknaði með spennufiðring í maganum í morgun og hann er búinn að haldast allan daginn. Ég segi bara að bjartsýni og bros ríki hér í herbúðum Flokks fólksins,“ sagði Inga fyrir stuttu. Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið. „Alveg ótrúlegum, þetta er alveg gjörólíkt því sem var fyrir fjórum árum síðan. Það er engu líoku saman að jafna. Þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýn og við bíðum bara alveg ótrúlega spennt.“ Gríðarleg fylgisaukning hefur verið hjá flokknum undanfarna daga. Hvað heldur Inga að skýri þá aukningu? „Ég held bara að við séum að ná í gegn og fólk skilji það að við meinum það sem við segjum og kannski líka hugsanlega hafa kynnt sér störfin okkar í þinginu því við erum að leggja þau í dóm kjósenda.“ Klippa: Inga Sæland: Ég er í skýjunum Alþingi Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í samtali við Heimi Má Pétursson á kosningavöku Stöðvar 2 að af þessum tölum að ráða væri flokkurinn, og Inga Sæland formaður hans, farinn að gera sig gildandi á stjórmálasviðinu. Heimir spurði hvor verið gæti að Flokkur fólksins gæti orðið lím í ríkisstjórn, hugsanlega bjargað Reykjavíkurmódelinu svokallaða með Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Hafi fólk haft áhyggjur af því að Flokkur fólksins væri einhverskonar utangarðsmenn í íslenskum stjórnmálum sem væru ekki taldir stjórntækir, hefur Inga Sæland afsannað það á þessu kjörtímabili með framgöngu sinni,“ sagði Eiríkur. „Og ef fram fer sem horfir er hún orðin ein af stærstu stjörnum íslenskra stjórnmála.“ Hann bætti því við að Inga virtist eiga gott samstarf við aðra stjórnmálaleiðtoga. „Hún er enginn utangarðsmaður.“ Klippa: Inga Sæland í gleðivímu: Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra Inga sagðist sjálf bjartsýn á niðurstöður kosninganna, í samtali við fréttastofu á kosningavöku Flokks fólksins í Grafarvogskirkju. „Mér líður bara yndislega, ég vaknaði með spennufiðring í maganum í morgun og hann er búinn að haldast allan daginn. Ég segi bara að bjartsýni og bros ríki hér í herbúðum Flokks fólksins,“ sagði Inga fyrir stuttu. Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið. „Alveg ótrúlegum, þetta er alveg gjörólíkt því sem var fyrir fjórum árum síðan. Það er engu líoku saman að jafna. Þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýn og við bíðum bara alveg ótrúlega spennt.“ Gríðarleg fylgisaukning hefur verið hjá flokknum undanfarna daga. Hvað heldur Inga að skýri þá aukningu? „Ég held bara að við séum að ná í gegn og fólk skilji það að við meinum það sem við segjum og kannski líka hugsanlega hafa kynnt sér störfin okkar í þinginu því við erum að leggja þau í dóm kjósenda.“ Klippa: Inga Sæland: Ég er í skýjunum
Alþingi Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira