Gunnar Smári sagður hafa rekið glæsilega kosningabaráttu fyrir Ingu Sæland Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 11:43 Inga Sæland í öruggum höndum á leiðinni í kosningasjónvarp Stöðvar 2 í gær. Vísir/vilhelm Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar telur ekki ólíklegt að Flokkur fólksins hafi notið góðs af kosningabaráttu Sósíalistaflokksins. Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15