„Við munum alltaf standa upp aftur“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á kjörstað. Hann leynir því ekki að niðurstaða kosninganna eru honum mikil vonbrigði. vísir/sigurjón Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu kosninganna óvæntustu kosningaúrslit sem hann hefur upplifað. Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?