„Kannski full truntulegur á köflum“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:56 Brynjar var einn af forsetum þings á nýafstöðnu kjörtímabili. Hann mun ekki setjast í þann stól á næstunni. vísir/vilhelm Gráglettinn kveðjupistill Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns er nú á miklu flugi á Facebook. „Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira