Svolítið feginn að mega vera áfram í gallajakkanum að rífa kjaft Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 18:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Egill Sósíalistar ætla að verða öflugasta stjórnarandstöðuaflið á kjörtímabilinu þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á þing. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist örlítið feginn að geta áfram rifið kjaft utan Alþingis. Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn. Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn.
Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira