Hástökkvari kosninganna í skýjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 12:25 Ingibjörg Isaksen er oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og verður fyrsti þingmaður kjördæmisins þegar nýtt þing kemur saman. Ingibjörg Isaksen, nýkjörinn fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og oddviti Framsóknarflokksins segir umboð flokksins í kosningunum sterkt í kjördæminu eftir kosningarnar. Skilaboð þess efnis að ráðherraembætti eigi að fylgja árangrinum í kjördæminu séu farin að berast, þó allt slíkt verði bara að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn hlaut góða kosningu um allt land í nýafstöðnum Alþingiskosningum, en þó líklega hvergi betri en í Norðausturkjördæmi þar sem flokkurinn var ekki langt frá því að tvöfalda fylgi sitt á milli kosninga. Í kjördæminu hlaut Framsóknarflokkurinn 25,6 prósent fylgi og bætti flokkurinn hvergi við sig meira fylgi á milli kosninga en í kjördæminu. Flokkurinn hlaut 14,3 prósent atkvæða í kosningunum 2017 og er því ljóst að um gríðarlega fylgisaukningu er að ræða. Þrír efstu menn á lista flokksins taka því sæti á Alþingi, allir kjördæmakjörnir, og er það bæting um einn þingmann frá kosningunum 2017. Prósentutalan hærri en þau þorðu að vona „Við erum bara í skýjunum, ótrúlega þakklát fyrir traustið sem okkur er sýnt,“ segir Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri hjá Læknastofum Akureyrar, en hún leiddi lista flokksins í kosningunum. Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson taka einnig sæti á nýju þingi. Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson verða þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Frá fyrstu tölum leiddi Framsókn í Norðausturkjördæmi, og átti flokkurinn bara eftir að bæta við fylgi eftir því sem leið á kosninganóttina. „Prósentutalan er hærri en við þorðum að vona en markmiðið var alltaf að koma Þórarni Inga, sem er þriðji maðurinn okkar, inn. Auðvitað vissum við að það yrði brekka, það yrði upp á við og að við þyrftum að hafa fyrir því en það tókst þannig að við erum alsæl með það,“ segir Ingibjörg sem þakkar samvinnu hópsin fyrir þennan árangur. „Þetta er ekkert árangur sem maður nær einn. Þetta er grasrótarstarf, við erum með öflugan hóp og flottan framboðslista.“ Aukningin ein meiri en fylgi einstakra flokka Óhætt er að segja að Framsóknarflokkurinn hafi unnið stórsigur í kjördæminu, en bara fylgisaukningin á milli kosninga er meiri en einstaka fylgi allra flokka í kjördæminu, utan Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og VG. Næsti flokkur á eftir Framsókn var Sjálfstæðisflokkurinn með 18,5 prósent. „Ef þú horfir á tvær tölur, að fara úr 14,3 prósent í 25,6 prósent. Það er svakaleg aukning. Við erum að auka fylgi okkar um áttatíu prósent á milli kosninga,“ segir Ingibjörg. Ýmsir telja Sigurð Inga Jóhannsson, formann flokksins, í lykilstöðu þegar kemur að ríkisstjórnarviðræðum. Ljóst er að viðræður munu fara í gang á næstu dögum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins, VG og Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr segir verður Ingibjörg fyrsti þingmaður kjördæmisins og aðspurð um hvort að hún sjái fyrir sér að því sæti fylgi ráðherraembætti, leiði viðræður í ljós að flokkurinn fari í ríkisstjórn, segir hún að í ljósi árangursins í kjördæminu sé ekki óeðlilegt að gera kröfu um það, það þurfi þó bara að koma í ljós. „Eins og þú segir þá eru auðvitað viðræður eftir, það er margt sem á eftir að koma í ljós. Þetta gætu verið flóknar viðræður. Mér finnst alveg eðlilegt, í ljósi úrslitanna, að það sé krafa, ég heyri það. En auðvitað verður maður að vera hógvær líka og sjá hvað kemur í ljós. En ég heyri það alveg líka og ég er að fá skilaboð þess efnis að fólk vill sjá það. Við erum með gríðarlega sterkt umboð í kosningunum,“ segir Ingibjörg. Þingflokkurinn fundar í dag Nýr þingflokkur Framsóknarflokksins mun hittast í fyrsta skipti eftir hádegi í dag og er Ingibjörg því á leið suður á sinn fyrsta þingflokksfund. Þrátt fyrir að vera nýliði á þingi hefur hún þó dágóða reynslu af stjórnmálum enda setið í bæjarstjórn á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn undanfarin ár. Hún mun þó láta af störfum sem bæjarfulltrúi til að einbeita sér að þingstörfunum, auk þess sem að hún hættir sem framkvæmdastjóri hjá Læknastofum Akureyrar. Hún segist full tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni. „Það eru forréttindi að taka þátt í svona kosningum, hvað þá líka að starfa á hinu háa Alþingi. Það eru ekkert allir sem fá tækifæri til að gera þetta, að fara á milli staða í svona stóru kjördæmi. Þú ert alls staðar velkomin, alls staðar tekin opnum örmum. Það er ómetanlegt.“ Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Oddvitaáskorunin: Líður hvergi betur en í vatninu Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 4. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 4. september 2021 15:00 Ingibjörg Ólöf í fyrsta sæti og Líneik Anna í öðru Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, hlaut flest atkvæði í forvali Framsóknarmanna í Norðausturkjödæmi og mun leiða lista flokksins í næstu kosningum. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður hafnaði í öðru sæti, en hún sóttist eftir oddvitasæti. 17. apríl 2021 23:44 Skýrist á næstu dögum hvort stjórnarsamstarfið verði endurnýjað Það kemur í ljós á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum í gær sem mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins skilaði stjórninni.Flokkur fólksins vann góðan sigur en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ýmist töpuðu fylgi eða bættu litlu við sig. 26. september 2021 19:19 „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það hvorki sína pólitík né pólitík Framsóknarflokksins, að setja fram kröfur og hóta því að ganga frá borði ef þær eru ekki uppfylltar. 27. september 2021 08:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hlaut góða kosningu um allt land í nýafstöðnum Alþingiskosningum, en þó líklega hvergi betri en í Norðausturkjördæmi þar sem flokkurinn var ekki langt frá því að tvöfalda fylgi sitt á milli kosninga. Í kjördæminu hlaut Framsóknarflokkurinn 25,6 prósent fylgi og bætti flokkurinn hvergi við sig meira fylgi á milli kosninga en í kjördæminu. Flokkurinn hlaut 14,3 prósent atkvæða í kosningunum 2017 og er því ljóst að um gríðarlega fylgisaukningu er að ræða. Þrír efstu menn á lista flokksins taka því sæti á Alþingi, allir kjördæmakjörnir, og er það bæting um einn þingmann frá kosningunum 2017. Prósentutalan hærri en þau þorðu að vona „Við erum bara í skýjunum, ótrúlega þakklát fyrir traustið sem okkur er sýnt,“ segir Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri hjá Læknastofum Akureyrar, en hún leiddi lista flokksins í kosningunum. Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson taka einnig sæti á nýju þingi. Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson verða þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Frá fyrstu tölum leiddi Framsókn í Norðausturkjördæmi, og átti flokkurinn bara eftir að bæta við fylgi eftir því sem leið á kosninganóttina. „Prósentutalan er hærri en við þorðum að vona en markmiðið var alltaf að koma Þórarni Inga, sem er þriðji maðurinn okkar, inn. Auðvitað vissum við að það yrði brekka, það yrði upp á við og að við þyrftum að hafa fyrir því en það tókst þannig að við erum alsæl með það,“ segir Ingibjörg sem þakkar samvinnu hópsin fyrir þennan árangur. „Þetta er ekkert árangur sem maður nær einn. Þetta er grasrótarstarf, við erum með öflugan hóp og flottan framboðslista.“ Aukningin ein meiri en fylgi einstakra flokka Óhætt er að segja að Framsóknarflokkurinn hafi unnið stórsigur í kjördæminu, en bara fylgisaukningin á milli kosninga er meiri en einstaka fylgi allra flokka í kjördæminu, utan Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og VG. Næsti flokkur á eftir Framsókn var Sjálfstæðisflokkurinn með 18,5 prósent. „Ef þú horfir á tvær tölur, að fara úr 14,3 prósent í 25,6 prósent. Það er svakaleg aukning. Við erum að auka fylgi okkar um áttatíu prósent á milli kosninga,“ segir Ingibjörg. Ýmsir telja Sigurð Inga Jóhannsson, formann flokksins, í lykilstöðu þegar kemur að ríkisstjórnarviðræðum. Ljóst er að viðræður munu fara í gang á næstu dögum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins, VG og Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr segir verður Ingibjörg fyrsti þingmaður kjördæmisins og aðspurð um hvort að hún sjái fyrir sér að því sæti fylgi ráðherraembætti, leiði viðræður í ljós að flokkurinn fari í ríkisstjórn, segir hún að í ljósi árangursins í kjördæminu sé ekki óeðlilegt að gera kröfu um það, það þurfi þó bara að koma í ljós. „Eins og þú segir þá eru auðvitað viðræður eftir, það er margt sem á eftir að koma í ljós. Þetta gætu verið flóknar viðræður. Mér finnst alveg eðlilegt, í ljósi úrslitanna, að það sé krafa, ég heyri það. En auðvitað verður maður að vera hógvær líka og sjá hvað kemur í ljós. En ég heyri það alveg líka og ég er að fá skilaboð þess efnis að fólk vill sjá það. Við erum með gríðarlega sterkt umboð í kosningunum,“ segir Ingibjörg. Þingflokkurinn fundar í dag Nýr þingflokkur Framsóknarflokksins mun hittast í fyrsta skipti eftir hádegi í dag og er Ingibjörg því á leið suður á sinn fyrsta þingflokksfund. Þrátt fyrir að vera nýliði á þingi hefur hún þó dágóða reynslu af stjórnmálum enda setið í bæjarstjórn á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn undanfarin ár. Hún mun þó láta af störfum sem bæjarfulltrúi til að einbeita sér að þingstörfunum, auk þess sem að hún hættir sem framkvæmdastjóri hjá Læknastofum Akureyrar. Hún segist full tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni. „Það eru forréttindi að taka þátt í svona kosningum, hvað þá líka að starfa á hinu háa Alþingi. Það eru ekkert allir sem fá tækifæri til að gera þetta, að fara á milli staða í svona stóru kjördæmi. Þú ert alls staðar velkomin, alls staðar tekin opnum örmum. Það er ómetanlegt.“
Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Oddvitaáskorunin: Líður hvergi betur en í vatninu Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 4. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 4. september 2021 15:00 Ingibjörg Ólöf í fyrsta sæti og Líneik Anna í öðru Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, hlaut flest atkvæði í forvali Framsóknarmanna í Norðausturkjödæmi og mun leiða lista flokksins í næstu kosningum. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður hafnaði í öðru sæti, en hún sóttist eftir oddvitasæti. 17. apríl 2021 23:44 Skýrist á næstu dögum hvort stjórnarsamstarfið verði endurnýjað Það kemur í ljós á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum í gær sem mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins skilaði stjórninni.Flokkur fólksins vann góðan sigur en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ýmist töpuðu fylgi eða bættu litlu við sig. 26. september 2021 19:19 „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það hvorki sína pólitík né pólitík Framsóknarflokksins, að setja fram kröfur og hóta því að ganga frá borði ef þær eru ekki uppfylltar. 27. september 2021 08:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Oddvitaáskorunin: Líður hvergi betur en í vatninu Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 4. september 2021 15:00
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 4. september 2021 15:00
Ingibjörg Ólöf í fyrsta sæti og Líneik Anna í öðru Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, hlaut flest atkvæði í forvali Framsóknarmanna í Norðausturkjödæmi og mun leiða lista flokksins í næstu kosningum. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður hafnaði í öðru sæti, en hún sóttist eftir oddvitasæti. 17. apríl 2021 23:44
Skýrist á næstu dögum hvort stjórnarsamstarfið verði endurnýjað Það kemur í ljós á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum í gær sem mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins skilaði stjórninni.Flokkur fólksins vann góðan sigur en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ýmist töpuðu fylgi eða bættu litlu við sig. 26. september 2021 19:19
„Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það hvorki sína pólitík né pólitík Framsóknarflokksins, að setja fram kröfur og hóta því að ganga frá borði ef þær eru ekki uppfylltar. 27. september 2021 08:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent