Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 14:08 Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. Afar mjótt var á munum í kjördæminu þar sem einungis munaði sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmann kjördæmisins. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi kom saman til fundar um klukkan 13:30. Um klukkan 14 sendi Þórir Haraldsson formaður frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ráðist yrði í endurtalningu atkvæða í kosningum til Alþingis á laugardag. „Talning fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í dag, 27. september, 2021, og hefst kl. 19. Umboðsmenn framboðslista verða boðaðir til fundar með yfirkjörstjórn á sama stað kl. 18:30. Talning verður fyrir opnum tjöldum í samræmi við lög,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í morgun að umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hefðu tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. Framkvæmdin í Norðvesturkjördæmi kærð Endurtalning á atkvæðum fór fram í Norðvesturkjördæmi síðdegis í gær þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Fyrr í dag var sagt frá því að Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hafi ætlað sér að kæra framkvæmd kosninganna. Karl Gauti sagðist í samtali við fréttastofu ætla að kæra til lögreglu en Magnús Davíð til kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Afar mjótt var á munum í kjördæminu þar sem einungis munaði sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmann kjördæmisins. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi kom saman til fundar um klukkan 13:30. Um klukkan 14 sendi Þórir Haraldsson formaður frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ráðist yrði í endurtalningu atkvæða í kosningum til Alþingis á laugardag. „Talning fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í dag, 27. september, 2021, og hefst kl. 19. Umboðsmenn framboðslista verða boðaðir til fundar með yfirkjörstjórn á sama stað kl. 18:30. Talning verður fyrir opnum tjöldum í samræmi við lög,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í morgun að umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hefðu tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. Framkvæmdin í Norðvesturkjördæmi kærð Endurtalning á atkvæðum fór fram í Norðvesturkjördæmi síðdegis í gær þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Fyrr í dag var sagt frá því að Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hafi ætlað sér að kæra framkvæmd kosninganna. Karl Gauti sagðist í samtali við fréttastofu ætla að kæra til lögreglu en Magnús Davíð til kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38
Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14