Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 15:37 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar ræddi við fréttamenn að fundi loknum. Vísir/Sigurjón Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. Skýrslurnar eiga að berast fyrir klukkan átta í kvöld. Formaður landskjörstjórnar segir stöðuna sem upp sé komin bagalega og að óvissa sé uppi þangað til skýrslurnar berist. Landskjörstjórn fundaði í Alþingishúsinu eftir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninganna. Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um. „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er náttúrulega gífurlega mikilvægur,“ sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við fjölmiðla að loknum fundi nú fyrir stundu. Sagði hún að óskað hafi verið eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum en sérstökum skýrslum frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Þar minntist hún á að til staðar væru þrír öryggisventlar sem ættu að tryggja öryggi kosninga hér á landi. „Það er í fyrsta lagi að talning fari fram fyrir opnum dyrum, að allir geti komið og fylgst með. Það eru líka umboðsmennirnir, að þeir geti horft á, komið með athuganir, komið með bókanir og svo er það að sjálfsögðu hvernig gengið er frá kjörgögnum,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn hefur meðal annars það hlutverk að úthluta þingsætum. Kjörstjórnin gefur út kjörbréf til þeirra sem kosnir voru á þing. Aðspurð um hvenær landskjörstjórn gæti gefið út kjörbréfin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin sagði Kristín það vera óvíst. „Við tökum núna eitt skref í einu, það er farið vel yfir allt. Ég get ekki svarað því hér og nú hvenær þau verða útgefin,“ sagði Kristín. Getur það tafist lengi, vikur eða jafn vel mánuði? „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mánuðir en ég get ekki svarað fyrir það akkúrat núna hér hversu það lengi, hvort það muni dragast, og hversu lengi,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn sendi ábendingu um að mjótt væri á munum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi Í viðtalinu fór hún einnig yfir atburði kosninganæturinnar og aðkomu landskjörstjórnar að ákvörðum um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. „Það var þannig að þegar við sjáum á grundvelli þeirra talna sem yfirkjörstjórnir höfði gefið upp fjölmiðlum þegar verið er að lesa upp tölur, þá sjáum við að það munar afskaplega litlu, annars vegar í Norðvestur og hins vegar í Suður. Þá komum við með ábendingu til yfirkjörstjórna um að þetta sé staðan. Frá fundi landskjörstjórnar.Vísir/Vilhelm Þannig að yfirkjörstjórnir geti þá metið það á þeim grunni hvort að það kalli á einhver viðbrögð, hvað þurfi að upplýsa umboðsmenn um þannig að umboðsmenn séu upplýstir og geti þá tekið sínar ákvarðanir á grundvelli þess. Þá ákveður yfirkjörstjórn í Norðvestur að hefja endurtalningu og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tekur þetta fyrir á fundi sínum og ákveður þá að endurtelja ekki en taka þá þessar stikkprufur,“ sagði Kristín. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi ákvað svo á fundi í dag að atkvæði í kjördæminu yrðu talin aftur í kvöld. Óvissa til staðar Aðspurð um hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í þau mál sem komin væru upp í tengslum við framkvæmd kosninganna sagðist Kristín ekki geta svarað því. „Ég get ekki svarað þessu núna, ég er að bíða eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnunum sem við vorum bara að óska eftir. Það er ekki fyrr en við fáum þessar upplýsingar sem við sjáum í raun og veru er hver staðan er og hvað fór fram og hvað gerðist. Ég er ekki tilbúin að svara því núna.“ Þannig að það er óvissa þangað til? „Já, það er óvissa þangað til“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Skýrslurnar eiga að berast fyrir klukkan átta í kvöld. Formaður landskjörstjórnar segir stöðuna sem upp sé komin bagalega og að óvissa sé uppi þangað til skýrslurnar berist. Landskjörstjórn fundaði í Alþingishúsinu eftir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninganna. Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um. „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er náttúrulega gífurlega mikilvægur,“ sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við fjölmiðla að loknum fundi nú fyrir stundu. Sagði hún að óskað hafi verið eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum en sérstökum skýrslum frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Þar minntist hún á að til staðar væru þrír öryggisventlar sem ættu að tryggja öryggi kosninga hér á landi. „Það er í fyrsta lagi að talning fari fram fyrir opnum dyrum, að allir geti komið og fylgst með. Það eru líka umboðsmennirnir, að þeir geti horft á, komið með athuganir, komið með bókanir og svo er það að sjálfsögðu hvernig gengið er frá kjörgögnum,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn hefur meðal annars það hlutverk að úthluta þingsætum. Kjörstjórnin gefur út kjörbréf til þeirra sem kosnir voru á þing. Aðspurð um hvenær landskjörstjórn gæti gefið út kjörbréfin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin sagði Kristín það vera óvíst. „Við tökum núna eitt skref í einu, það er farið vel yfir allt. Ég get ekki svarað því hér og nú hvenær þau verða útgefin,“ sagði Kristín. Getur það tafist lengi, vikur eða jafn vel mánuði? „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mánuðir en ég get ekki svarað fyrir það akkúrat núna hér hversu það lengi, hvort það muni dragast, og hversu lengi,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn sendi ábendingu um að mjótt væri á munum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi Í viðtalinu fór hún einnig yfir atburði kosninganæturinnar og aðkomu landskjörstjórnar að ákvörðum um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. „Það var þannig að þegar við sjáum á grundvelli þeirra talna sem yfirkjörstjórnir höfði gefið upp fjölmiðlum þegar verið er að lesa upp tölur, þá sjáum við að það munar afskaplega litlu, annars vegar í Norðvestur og hins vegar í Suður. Þá komum við með ábendingu til yfirkjörstjórna um að þetta sé staðan. Frá fundi landskjörstjórnar.Vísir/Vilhelm Þannig að yfirkjörstjórnir geti þá metið það á þeim grunni hvort að það kalli á einhver viðbrögð, hvað þurfi að upplýsa umboðsmenn um þannig að umboðsmenn séu upplýstir og geti þá tekið sínar ákvarðanir á grundvelli þess. Þá ákveður yfirkjörstjórn í Norðvestur að hefja endurtalningu og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tekur þetta fyrir á fundi sínum og ákveður þá að endurtelja ekki en taka þá þessar stikkprufur,“ sagði Kristín. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi ákvað svo á fundi í dag að atkvæði í kjördæminu yrðu talin aftur í kvöld. Óvissa til staðar Aðspurð um hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í þau mál sem komin væru upp í tengslum við framkvæmd kosninganna sagðist Kristín ekki geta svarað því. „Ég get ekki svarað þessu núna, ég er að bíða eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnunum sem við vorum bara að óska eftir. Það er ekki fyrr en við fáum þessar upplýsingar sem við sjáum í raun og veru er hver staðan er og hvað fór fram og hvað gerðist. Ég er ekki tilbúin að svara því núna.“ Þannig að það er óvissa þangað til? „Já, það er óvissa þangað til“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14