Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:25 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til fundar með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira