Forsætisráðherrastóllinn ekki stóra málið Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:40 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir til fundarins í Ráðherrabústaðnum. Flokkur hans vann góðan sigur í Alþingiskosningunum og bætti við sig fimm þingmönnum. Vísir/Vilhelm Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Það var annar fundur þeirra í dag. Ríkisstjórn þeirra hélt velli í kosningunum á laugardag og jók meirihluta sinn þökk sé miklum sigri Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi sagði það ekki stóra málið hver yrði forsætisráðherra ef flokkarnir þrír endurnýjuðu samstarf sitt og neitaði því að hann gerði kröfu um að fá embættið í ljósi góðs árangurs Framsóknarflokksins. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað en Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann opið hver veitti ríkisstjórninni forsæti og benti á að þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hefðu öll reynslu af embættinu. „Við erum að koma út úr mjög góðu ríkisstjórnarsamstarfi undir forystu Katrína en við erum hins vegar að hefja nýtt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi. Eftir fjögurra ára samstarf þekki flokkarnir nokkuð vel hvað þurfi að ræða sérstaklega fyrir framhaldið þó að samfélagið taki líka breytingum og nýjar áskoranir skjóti upp kollinum. Hann sagðist telja raunhæft að það skýrist fyrir lok vikunnar hvort að flokkarnir hefji formlegar viðræður um nýjan stjórnarsáttmála. Neitaði Sigurður Ingi að hann hefði rætt við aðra flokka um myndun annarrar þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnar. „Í ljósi mjög skýrrar niðurstöðu kosninganna þá er þetta held ég hið augljósa umboð sem við höfum frá þjóðinni og við tökum það,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Það var annar fundur þeirra í dag. Ríkisstjórn þeirra hélt velli í kosningunum á laugardag og jók meirihluta sinn þökk sé miklum sigri Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi sagði það ekki stóra málið hver yrði forsætisráðherra ef flokkarnir þrír endurnýjuðu samstarf sitt og neitaði því að hann gerði kröfu um að fá embættið í ljósi góðs árangurs Framsóknarflokksins. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað en Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann opið hver veitti ríkisstjórninni forsæti og benti á að þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hefðu öll reynslu af embættinu. „Við erum að koma út úr mjög góðu ríkisstjórnarsamstarfi undir forystu Katrína en við erum hins vegar að hefja nýtt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi. Eftir fjögurra ára samstarf þekki flokkarnir nokkuð vel hvað þurfi að ræða sérstaklega fyrir framhaldið þó að samfélagið taki líka breytingum og nýjar áskoranir skjóti upp kollinum. Hann sagðist telja raunhæft að það skýrist fyrir lok vikunnar hvort að flokkarnir hefji formlegar viðræður um nýjan stjórnarsáttmála. Neitaði Sigurður Ingi að hann hefði rætt við aðra flokka um myndun annarrar þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnar. „Í ljósi mjög skýrrar niðurstöðu kosninganna þá er þetta held ég hið augljósa umboð sem við höfum frá þjóðinni og við tökum það,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35