„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2021 11:17 Starfsmenn Neytendastofu hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.6öö vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur. Getty Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. Frá þessu segir á vef Neytendastofu, en starfsmenn stofnunarinnar hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.600 vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur og verðmerkingar í sérverslunum með rafrettur. Farið hafi verið inn á sölustaði í Reykjanesbæ, Akranesi, Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. „Kom í ljós að enn er verið að selja áfyllingar sem sérstaklega eru hættulegar með allt of miklu magni nikótíns, en hámarks styrkleiki má ekki fara yfir 20 mg/ml. Neytendastofa hefur lagt mikla áherslu á að stöðva alla sölu áfyllinga sem höfða til barna, en þær geta verið litríkar og með teikningum af táknum eða teiknimyndafígúrum. Slíkar vörur fundust í einni verslun og var salan á áfyllingunni stöðvuð strax. Sérfræðingur Neytendastofu ákvað að senda 38 rafrettur og 112 áfyllingar til Danmerkur til prófunar en niðurstöður þeirra prófanna eru ekki enn komnar,“ segir í tilkynningunni. Þurfa að vera undir afgreiðsluborði Neytendastofa kannaði einnig ástand sýnileika rafrettna og áfyllinga í verslunum,en sérverslanir mega hafa vörur sýnilegar þegar inn í verslun er komið en þurfi að passa sig að vörurnar sjáist ekki í gegnum glugga verslunar. „Blandaðar verslanir þurfa að koma rafrettum og áfyllingum fyrir undir afgreiðsluborði eða í lokuðum skápum sem ekki sést inn í. Aðeins ein sérverslun á Sauðárkróki reyndist vera með skyggðar rúður svo ekki sást inn í verslunina auk þess sem verslanir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði voru í lagi. Vakin er athygli á því að eftirlit með rafrettum og áfyllingum flyst til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 1. október næstkomandi,“ segir á vef Neytendastofu. Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Frá þessu segir á vef Neytendastofu, en starfsmenn stofnunarinnar hafa síðustu mánuði skoðað yfir 2.600 vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur og verðmerkingar í sérverslunum með rafrettur. Farið hafi verið inn á sölustaði í Reykjanesbæ, Akranesi, Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. „Kom í ljós að enn er verið að selja áfyllingar sem sérstaklega eru hættulegar með allt of miklu magni nikótíns, en hámarks styrkleiki má ekki fara yfir 20 mg/ml. Neytendastofa hefur lagt mikla áherslu á að stöðva alla sölu áfyllinga sem höfða til barna, en þær geta verið litríkar og með teikningum af táknum eða teiknimyndafígúrum. Slíkar vörur fundust í einni verslun og var salan á áfyllingunni stöðvuð strax. Sérfræðingur Neytendastofu ákvað að senda 38 rafrettur og 112 áfyllingar til Danmerkur til prófunar en niðurstöður þeirra prófanna eru ekki enn komnar,“ segir í tilkynningunni. Þurfa að vera undir afgreiðsluborði Neytendastofa kannaði einnig ástand sýnileika rafrettna og áfyllinga í verslunum,en sérverslanir mega hafa vörur sýnilegar þegar inn í verslun er komið en þurfi að passa sig að vörurnar sjáist ekki í gegnum glugga verslunar. „Blandaðar verslanir þurfa að koma rafrettum og áfyllingum fyrir undir afgreiðsluborði eða í lokuðum skápum sem ekki sést inn í. Aðeins ein sérverslun á Sauðárkróki reyndist vera með skyggðar rúður svo ekki sást inn í verslunina auk þess sem verslanir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði voru í lagi. Vakin er athygli á því að eftirlit með rafrettum og áfyllingum flyst til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 1. október næstkomandi,“ segir á vef Neytendastofu.
Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira