Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:52 Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Vísir/Vilhelm Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. Fleiri hundruð skjálftar hafa mælst við fjallið Keili á Reykjanesi síðasta sólarhringinn. Skjálftarnir eru á fimm til sjö kílómetra dýpi og en sá stærsti reið yfir nú á tólfta tímanum í morgun, 3,5 að stærð. „Þetta er að raða sér á milli Litla-Hrúts og Keilis og er þarna nyrst við kvikuganginn. Það er spurning hvað þetta þýðir. Það eru auðvitað virk flekaskil þarna, hvort þetta sé bara eftirspenna þarna eða hvort að kvikan sé að færa sig í þessa átt. Það er eiginlega bara of snemmt að segja til um það, “segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa raðað sér á milli Kelis og Litlahrútar, sem er við nyrsta hluta kvikugangsins við Fagradalsfjall. Verði eldsuppkoma við Keili, og þar með norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, þá er líklegra að hraun renni í átt að Faxaflóa og þar með til Reykjanesbrautar. „En það er ekkert víst að kvikan myndi brjóta sér leið nær þarna eða hvort það yrði nær Litla-Hrút. Það er erfitt að segja til um það akkúrat núna ef það skyldi gerast.“ Landris heldur áfram við Öskju Þá hefur land risið við Öskju síðan í september. Landrisið hefur náð ellefu sentímetrum en því fylgir ekki óregulegir skjálftar. Er það rakið til kvikuumbrota á tveggja til þriggja kílometra dýpi. „Þetta er frekar venjulegt. Gerist hægt og rólega. Það þarf ekki endilega að þýða að það gerist á næstunni. Við sáum það í Fimmvörðuhálsgosinu að það tók um tíu, tuttugu ár að undirbúa sig. Það getur verið að það gerist eitthvað eftir mörg ár. Maður veit það ekki alveg. En svo má vel vera að það gerist eitthvað á næstunni. Það er erfitt að segja til um það,“ segir Lovísa Mjöll. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Fleiri hundruð skjálftar hafa mælst við fjallið Keili á Reykjanesi síðasta sólarhringinn. Skjálftarnir eru á fimm til sjö kílómetra dýpi og en sá stærsti reið yfir nú á tólfta tímanum í morgun, 3,5 að stærð. „Þetta er að raða sér á milli Litla-Hrúts og Keilis og er þarna nyrst við kvikuganginn. Það er spurning hvað þetta þýðir. Það eru auðvitað virk flekaskil þarna, hvort þetta sé bara eftirspenna þarna eða hvort að kvikan sé að færa sig í þessa átt. Það er eiginlega bara of snemmt að segja til um það, “segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa raðað sér á milli Kelis og Litlahrútar, sem er við nyrsta hluta kvikugangsins við Fagradalsfjall. Verði eldsuppkoma við Keili, og þar með norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, þá er líklegra að hraun renni í átt að Faxaflóa og þar með til Reykjanesbrautar. „En það er ekkert víst að kvikan myndi brjóta sér leið nær þarna eða hvort það yrði nær Litla-Hrút. Það er erfitt að segja til um það akkúrat núna ef það skyldi gerast.“ Landris heldur áfram við Öskju Þá hefur land risið við Öskju síðan í september. Landrisið hefur náð ellefu sentímetrum en því fylgir ekki óregulegir skjálftar. Er það rakið til kvikuumbrota á tveggja til þriggja kílometra dýpi. „Þetta er frekar venjulegt. Gerist hægt og rólega. Það þarf ekki endilega að þýða að það gerist á næstunni. Við sáum það í Fimmvörðuhálsgosinu að það tók um tíu, tuttugu ár að undirbúa sig. Það getur verið að það gerist eitthvað eftir mörg ár. Maður veit það ekki alveg. En svo má vel vera að það gerist eitthvað á næstunni. Það er erfitt að segja til um það,“ segir Lovísa Mjöll.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01
Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18
Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47