Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:52 Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Vísir/Vilhelm Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. Fleiri hundruð skjálftar hafa mælst við fjallið Keili á Reykjanesi síðasta sólarhringinn. Skjálftarnir eru á fimm til sjö kílómetra dýpi og en sá stærsti reið yfir nú á tólfta tímanum í morgun, 3,5 að stærð. „Þetta er að raða sér á milli Litla-Hrúts og Keilis og er þarna nyrst við kvikuganginn. Það er spurning hvað þetta þýðir. Það eru auðvitað virk flekaskil þarna, hvort þetta sé bara eftirspenna þarna eða hvort að kvikan sé að færa sig í þessa átt. Það er eiginlega bara of snemmt að segja til um það, “segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa raðað sér á milli Kelis og Litlahrútar, sem er við nyrsta hluta kvikugangsins við Fagradalsfjall. Verði eldsuppkoma við Keili, og þar með norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, þá er líklegra að hraun renni í átt að Faxaflóa og þar með til Reykjanesbrautar. „En það er ekkert víst að kvikan myndi brjóta sér leið nær þarna eða hvort það yrði nær Litla-Hrút. Það er erfitt að segja til um það akkúrat núna ef það skyldi gerast.“ Landris heldur áfram við Öskju Þá hefur land risið við Öskju síðan í september. Landrisið hefur náð ellefu sentímetrum en því fylgir ekki óregulegir skjálftar. Er það rakið til kvikuumbrota á tveggja til þriggja kílometra dýpi. „Þetta er frekar venjulegt. Gerist hægt og rólega. Það þarf ekki endilega að þýða að það gerist á næstunni. Við sáum það í Fimmvörðuhálsgosinu að það tók um tíu, tuttugu ár að undirbúa sig. Það getur verið að það gerist eitthvað eftir mörg ár. Maður veit það ekki alveg. En svo má vel vera að það gerist eitthvað á næstunni. Það er erfitt að segja til um það,“ segir Lovísa Mjöll. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Fleiri hundruð skjálftar hafa mælst við fjallið Keili á Reykjanesi síðasta sólarhringinn. Skjálftarnir eru á fimm til sjö kílómetra dýpi og en sá stærsti reið yfir nú á tólfta tímanum í morgun, 3,5 að stærð. „Þetta er að raða sér á milli Litla-Hrúts og Keilis og er þarna nyrst við kvikuganginn. Það er spurning hvað þetta þýðir. Það eru auðvitað virk flekaskil þarna, hvort þetta sé bara eftirspenna þarna eða hvort að kvikan sé að færa sig í þessa átt. Það er eiginlega bara of snemmt að segja til um það, “segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa raðað sér á milli Kelis og Litlahrútar, sem er við nyrsta hluta kvikugangsins við Fagradalsfjall. Verði eldsuppkoma við Keili, og þar með norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, þá er líklegra að hraun renni í átt að Faxaflóa og þar með til Reykjanesbrautar. „En það er ekkert víst að kvikan myndi brjóta sér leið nær þarna eða hvort það yrði nær Litla-Hrút. Það er erfitt að segja til um það akkúrat núna ef það skyldi gerast.“ Landris heldur áfram við Öskju Þá hefur land risið við Öskju síðan í september. Landrisið hefur náð ellefu sentímetrum en því fylgir ekki óregulegir skjálftar. Er það rakið til kvikuumbrota á tveggja til þriggja kílometra dýpi. „Þetta er frekar venjulegt. Gerist hægt og rólega. Það þarf ekki endilega að þýða að það gerist á næstunni. Við sáum það í Fimmvörðuhálsgosinu að það tók um tíu, tuttugu ár að undirbúa sig. Það getur verið að það gerist eitthvað eftir mörg ár. Maður veit það ekki alveg. En svo má vel vera að það gerist eitthvað á næstunni. Það er erfitt að segja til um það,“ segir Lovísa Mjöll.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01
Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18
Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47