Pepsi Max tölur: Allir þrír miðverðir Víkinga á topp tíu í skallaeinvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 15:31 Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson lyfta Íslandsbikarnum um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þrír Víkingar lyftu saman Íslandsbikarnum eftir að liðið tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Þar fóru þrír öflugir miðverðir sem töpuðu ekki mörgum skallaeinvígum í sumar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira