Ofbeldismaður sem hótaði að hringja inn sprengjuhótun færi kærasta hans í flug á sér engar málsbætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2021 14:40 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjaness. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda. Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira