Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 16:33 Alexandra Soree mun leika með Breiðabliki í Meistaradeildinni. Instagram/@zandysoree og Hulda Margrét Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur. Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira