Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2021 16:50 Arnar Þór Jónsson hefur tekið þá ákvörðun að hætta sem héraðsdómari. vísir/þþ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. Arnar Þór skrifar stuttan pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni að láta af störfum sem dómari. „Eftir viðburðaríka vegferð síðustu daga – og mánaða - stend ég á krossgötum. Þótt þær liggi annars staðar en ég hafði vonað eru engin ljón í augsýn. Ég hef legið undir feldi síðustu daga og velt við öllum steinum um nútíð og framtíð,“ segir Arnar en hann skipaði fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Litlu munaði að hann kæmist inn á þing. Arnar Þór vakti mikla athygli í aðdraganda kosninganna fyrir skoðanaríkar greinar og vildu ýmsir meina að hann væri þar með að tefla hæfi sínu sem dómari í tvísýnu. Það eru þó ekki þær raddir sem ráða för, ef marka má Arnar Þór sjálfan. „Dómaraembættið hefur hentað mér vel að sumu leyti, en umhverfið hefur þrengt að hugsun minni og oft hefur mér liðið eins og fugli í búri. Það besta við að kúpla mig frá þessu hlutverki síðustu mánuði er að mér hefur aftur liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd. Ég hef verið frelsinu feginn og hjartað segir að ég eigi að velja leið frelsis.“ Arnar Þór segir að það sé á þessum forsendum sem hann taki þá ákvörðun að stíga út fyrir skorður dómskerfisins og nýta bæði meðbyr og mótbyr til að taka flugið á nýjum vettvangi. „Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mínum hugðarefnum laus við ytri fjötra með bjartsýni og trú að leiðarljósi.“ Vistaskipti Alþingiskosningar 2021 Dómstólar Tengdar fréttir Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Arnar Þór skrifar stuttan pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni að láta af störfum sem dómari. „Eftir viðburðaríka vegferð síðustu daga – og mánaða - stend ég á krossgötum. Þótt þær liggi annars staðar en ég hafði vonað eru engin ljón í augsýn. Ég hef legið undir feldi síðustu daga og velt við öllum steinum um nútíð og framtíð,“ segir Arnar en hann skipaði fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Litlu munaði að hann kæmist inn á þing. Arnar Þór vakti mikla athygli í aðdraganda kosninganna fyrir skoðanaríkar greinar og vildu ýmsir meina að hann væri þar með að tefla hæfi sínu sem dómari í tvísýnu. Það eru þó ekki þær raddir sem ráða för, ef marka má Arnar Þór sjálfan. „Dómaraembættið hefur hentað mér vel að sumu leyti, en umhverfið hefur þrengt að hugsun minni og oft hefur mér liðið eins og fugli í búri. Það besta við að kúpla mig frá þessu hlutverki síðustu mánuði er að mér hefur aftur liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd. Ég hef verið frelsinu feginn og hjartað segir að ég eigi að velja leið frelsis.“ Arnar Þór segir að það sé á þessum forsendum sem hann taki þá ákvörðun að stíga út fyrir skorður dómskerfisins og nýta bæði meðbyr og mótbyr til að taka flugið á nýjum vettvangi. „Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mínum hugðarefnum laus við ytri fjötra með bjartsýni og trú að leiðarljósi.“
Vistaskipti Alþingiskosningar 2021 Dómstólar Tengdar fréttir Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent