Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 18:31 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Vísir/Egill Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira