Debbie Harry var lengi á leiðinni til Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2021 20:30 Debbie Harry og Rob Roth leikstjóri stutt-heimildarmyndarinnar um tónleika Blondie á Kúbu 2021. Stöð 2/Sigurjón Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry segir lengi hafa staðið til að koma til Íslands og langar að halda tónleika hér á næsta ári. Í þetta skipti er hún hins vegar komin vegna sýningar stuttmyndar um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Blondie til Kúbu á RIFF kvikmyndahátíðinni. Debbie Harry hefur átt glæsilegan feril eftir að hún stofnaði rokksveitina Blondie með Chris Stein árið 1974. Hljómsveitin hefur starfað með hléum allt síðan þá og gefið út fjölda hljómplatna en Debbie Harry hefur einnig gefið út fjórar sólóplötur og leikið í fjölda kvikmynda. Langþráður draumur hljómsveitarinnar að halda tónleika í Havana á Kúbu varð loks að veruleika árið 2019. „Það olli okkur miklum vonbrigðum í mörg ár að geta ekki farið þangað af pólitískum ástæðum, sem hafði auðvitað ekkert með það að gera sem við gerum. Loks opnaðist örlítil glufa á tímum ríkisstjórnar Obama þegar okkur bauðst að taka þátt í menningarskiptum. Svo við héldum nokkra tónleika með mjög hæfileikaríkum kúbverskum tónlistarmönnum og söngvurum," segir Harry. Stutt heimildarmynd um þá tónleikaferð verður sýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á laugardag þar sem Debbie og leikstjórinn Rob Roth munu svara spurningum áhorfenda að sýningu lokinni. Hægt er að kynna sér viðburðinn nánar á heimasíðu RIFF. Roth hefur þekkt Debbie, sem nú er 76 ára, í tæp þrjátíu ár. Hún sé alltaf að og sífellt spennta fyrir að prófa eitthvað nýtt þótt sjálf segist hún vera löt. Hann segir heimildarmyndinna vera einhvers konar prófíl af Debbie og því undarlega tímafrosti sem Kúba væri í. „Við höfum sýnt myndina á nokkrum kvikmyndahátíðum og ég tel hana fremur vera eins konar sem lýsingu en heimildarmynd, því þetta er stuttmynd. Ég hafði ekki fjármagn til að gera mynd í fullri lengd. En ég tók megnið upp á alvöru filmu, 16 og 8 mm, því ég sá að það væri linsan sem ég vildi fara með í þessa kyrrmynd til Havana," segir leikstjórinn. Debbie og Chris Stein gítarleikari, sem voru saman um tíma, túra enn með Blondie um heiminn þótt covid hafi sett strik í reikninginn. Debbie segist enn njóta þess að koma fram og ná því einstaka sambandi sem náist við áhorfendur á tónleikum. Vonandi geti Blondie haldið tónleika hér á næsta ári. „Ég sagði umboðsmanninum mínum nýlega að ég væri háð fagnaðarlátum. Það kom mjög mikill áhyggjusvipur á hann. Því ég sagði ég er háð ..... fagnaðarlátum," sagði Debbie og hló. En á árum áður neytti hún ólöglegra vímuefna en er löngu hætt því. Horfa má á viðtalið við Debbie Harry og Rob Roth í heild sinni í spilaranum fyrir neðan. Tónlist RIFF Íslandsvinir Tengdar fréttir Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00 Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Debbie Harry hefur átt glæsilegan feril eftir að hún stofnaði rokksveitina Blondie með Chris Stein árið 1974. Hljómsveitin hefur starfað með hléum allt síðan þá og gefið út fjölda hljómplatna en Debbie Harry hefur einnig gefið út fjórar sólóplötur og leikið í fjölda kvikmynda. Langþráður draumur hljómsveitarinnar að halda tónleika í Havana á Kúbu varð loks að veruleika árið 2019. „Það olli okkur miklum vonbrigðum í mörg ár að geta ekki farið þangað af pólitískum ástæðum, sem hafði auðvitað ekkert með það að gera sem við gerum. Loks opnaðist örlítil glufa á tímum ríkisstjórnar Obama þegar okkur bauðst að taka þátt í menningarskiptum. Svo við héldum nokkra tónleika með mjög hæfileikaríkum kúbverskum tónlistarmönnum og söngvurum," segir Harry. Stutt heimildarmynd um þá tónleikaferð verður sýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á laugardag þar sem Debbie og leikstjórinn Rob Roth munu svara spurningum áhorfenda að sýningu lokinni. Hægt er að kynna sér viðburðinn nánar á heimasíðu RIFF. Roth hefur þekkt Debbie, sem nú er 76 ára, í tæp þrjátíu ár. Hún sé alltaf að og sífellt spennta fyrir að prófa eitthvað nýtt þótt sjálf segist hún vera löt. Hann segir heimildarmyndinna vera einhvers konar prófíl af Debbie og því undarlega tímafrosti sem Kúba væri í. „Við höfum sýnt myndina á nokkrum kvikmyndahátíðum og ég tel hana fremur vera eins konar sem lýsingu en heimildarmynd, því þetta er stuttmynd. Ég hafði ekki fjármagn til að gera mynd í fullri lengd. En ég tók megnið upp á alvöru filmu, 16 og 8 mm, því ég sá að það væri linsan sem ég vildi fara með í þessa kyrrmynd til Havana," segir leikstjórinn. Debbie og Chris Stein gítarleikari, sem voru saman um tíma, túra enn með Blondie um heiminn þótt covid hafi sett strik í reikninginn. Debbie segist enn njóta þess að koma fram og ná því einstaka sambandi sem náist við áhorfendur á tónleikum. Vonandi geti Blondie haldið tónleika hér á næsta ári. „Ég sagði umboðsmanninum mínum nýlega að ég væri háð fagnaðarlátum. Það kom mjög mikill áhyggjusvipur á hann. Því ég sagði ég er háð ..... fagnaðarlátum," sagði Debbie og hló. En á árum áður neytti hún ólöglegra vímuefna en er löngu hætt því. Horfa má á viðtalið við Debbie Harry og Rob Roth í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.
Tónlist RIFF Íslandsvinir Tengdar fréttir Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00 Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00
Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01