Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 23:16 Ronaldo hafði margar ástæður til að fagna í leikslok en hann skoraði sigumark Man Utd þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktima. Laurence Griffiths/Getty Images Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira