Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 23:16 Ronaldo hafði margar ástæður til að fagna í leikslok en hann skoraði sigumark Man Utd þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktima. Laurence Griffiths/Getty Images Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira