Knattspyrnumaðurinn Romaine Sawyers varð fyrir kynþáttaníði í leik West Bromwich Albion og Manchester City í janúar síðastliðnum.
Hinn fimmtugi Simon Silwood hefur nú verið dæmdur sekur fyrir að leggja Sawyers í einelti á netinu en West Bromwich Albion hafði áður sett Silwood í ævilangt bann frá leikjum liðsins.
#WBA fan Simon Silwood has been jailed for eight weeks at Birmingham Magistrates' Court for racially abusing midfielder Romaine Sawyers on social media.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021
Silwood fékk átta vikna fangelsisdóm í dag. Hann þarf einnig að greiða fimm hundruð punda sekt og önnur fimm hundruð pund í lögfræðikostnað.
Silwood hafðu áður viðurkennt að senda leikmanninum skilaboð á samfélagsmiðlum eftir að hafa orðið mjög reiður eftir 5-0 tap í þessum leik en reyndi þó að neita að skilaboðin hafi ekki verið tengd litarhætti leikmannsins. Dómarinn var ekki sammála því.
Romaine Sawyers er ekki lengur leikmaður West Brom því hann fór til Stoke City í sumar.
Fjöldi leikmanna í ensku knattspyrnuunni hafa orðið fyrir kynþáttaníði á síðustu mánuðum ekki síst í ensku úrvalsdeildinni.
NEWS | Fan who racially abused Romaine Sawyers sentenced to eight weeks in prison
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 30, 2021
Simon Silwood, aged 50, was found guilty earlier this month of sending Sawyers malicious communication on Facebook.
More from @SteveMadeley78 https://t.co/ANfknD8J1j