„Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum út frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 07:04 Helgi segir að með því að leggja traust sitt á heiðarleika viðskiptavinarins sé lagður grunnur að því að gera hlutina léttari og einfaldari. „Svarið við því er já,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, spurður að því hvort fólki sé treystandi. Tilefnið er nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Krónunni, þar sem fólki verður treyst til að „skanna og skunda“ en VÍS hefur um nokkurra ára skeið viðhaft svipað fyrirkomulag varðandi tjónatilkynningar. Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“ Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“
Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira