Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2021 20:35 Það tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum um fimmtíu sekúndur að ganga rösklega úr nýja kvennaklefanum og upp í innilaugina í Sundhöllinni. Skjáskot/Stöð 2 Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma. Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma.
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira