Allir vinnufélagar fyrirliða Þróttar ætla að mæta á stærsta leik í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 11:31 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir getur í kvöld orðið fyrsti fyrirliði Þróttar til að lyfta bikarnum. stöð 2 sport Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir að bikarúrslitaleikurinn gegn Breiðabliki sé stærsti leikur í sögu félagsins. Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira