Sport

Þessir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni í síðustu viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Jacksonville Jaguars fagna hér Jamal Agnew sem hljóp upp allan völlinn og skoraði snertimark eftir að hafa náð boltanum eftir misheppnað vallarmark. Hann átti svo sannarlega góða helgi.
Leikmenn Jacksonville Jaguars fagna hér Jamal Agnew sem hljóp upp allan völlinn og skoraði snertimark eftir að hafa náð boltanum eftir misheppnað vallarmark. Hann átti svo sannarlega góða helgi. AP/Phelan M. Ebenhack

NFL deildin er komin á fulla ferð og í hverju viku verða til hetjur og skúrkar. Lokasóknin gerir upp hverja umferð í NFL-deildinni og fór meðal annars betur yfir þetta.

Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hittast vikulega á Stöð 2 Sport 2 og ræða það sem gekk á í ameríska fótboltanum.

Fastur liður í þættinum er að skoða hvaða leikmenn áttu mjög góða helgi og hvaða leikmenn áttu slæma helgi.

Strákarnir skemmtu sér vel yfir tilþrifunum sem skiptust á að vera stórkostleg og skrautleg. Það má finna þessa samantekt hér fyrir neðan.

Tveir leikir verða sýndir beint úr NFL deildinni á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn en sá fyrri er leikur Dallas Cowboys og Carolina Panthers klikkan 17.00 en sá síðari er leikur Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers klukkan 20.25.

Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í viku þrjú 2021

Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×