ASÍ segir húsnæðisverð helsta drifkraft verðbólgu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 14:50 Án áhrifa húsnæðis mælist verðbólga 2,8 prósent. Vísir/Vilhelm Húsnæðisverð er helsti drifkraftur verðbólgu á Íslandi samkvæmt Alþýðusambandi Íslands. Sé horft framhjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga í samræmi við markmið Seðlabankans. Í tilkynningu frá ASÍ segir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,47 prósent milli mánaða og ársverðbólga hafi mælst 4,4 prósent í september, samanborið við 3,5 prósent í sama mánuði í fyrra. 1,7 prósents hækkun á reiknaðri húsaleigu hafi mest áhrif á hækkun vísitölunnar og þau séu 1,72 prósent. Án áhrifa húsnæðis mælist verðbólga 2,8 prósent og sé það nærri verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands. ASÍ segir einnig að þegar komi að hækkun á vísitölu neysluverðs sé hækkun á innfluttri vöru, sem rekja megi til hækkana á fötum og skóm vegna útsöluloka, næst á eftir húsnæðinu. Hækkun á innfluttri mat- og drykkjarvöru megi að mestu rekja til hækkana á berjum, grænmeti og kartöflu og þar að auki hafi bensín og olía hækkað nokkuð milli mánaða. „Samkvæmt íbúðarvísitölu þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2% milli mánaða í ágúst og ekkert lát virðist á þenslu á húsnæðismarkaði. Árshækkun húsnæðisverðs mældist 16,4% milli ára í ágúst og þar af hefur hækkun sérbýlis numið 20,4%. Húsnæðisverð hefur hækkað hratt síðustu misseri og skýrist þróunin fyrst og fremst af hröðum vaxtalækkunum inn í umhverfi tregbreytanlegs framboðs,“ segir í tilkynningu ASÍ. Þá segir að leiguverð hafi haldist tiltölulega stöðugt í heimsfaraldrinum, ólíkt húsnæðisverði. Þar spili inn í áhrif af fækkun ferðamanna og tímabundin tilfærsla af húsnæði úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Leiguverð hafi lækkað en sé byrjað að hækka á ný. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Í tilkynningu frá ASÍ segir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,47 prósent milli mánaða og ársverðbólga hafi mælst 4,4 prósent í september, samanborið við 3,5 prósent í sama mánuði í fyrra. 1,7 prósents hækkun á reiknaðri húsaleigu hafi mest áhrif á hækkun vísitölunnar og þau séu 1,72 prósent. Án áhrifa húsnæðis mælist verðbólga 2,8 prósent og sé það nærri verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands. ASÍ segir einnig að þegar komi að hækkun á vísitölu neysluverðs sé hækkun á innfluttri vöru, sem rekja megi til hækkana á fötum og skóm vegna útsöluloka, næst á eftir húsnæðinu. Hækkun á innfluttri mat- og drykkjarvöru megi að mestu rekja til hækkana á berjum, grænmeti og kartöflu og þar að auki hafi bensín og olía hækkað nokkuð milli mánaða. „Samkvæmt íbúðarvísitölu þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2% milli mánaða í ágúst og ekkert lát virðist á þenslu á húsnæðismarkaði. Árshækkun húsnæðisverðs mældist 16,4% milli ára í ágúst og þar af hefur hækkun sérbýlis numið 20,4%. Húsnæðisverð hefur hækkað hratt síðustu misseri og skýrist þróunin fyrst og fremst af hröðum vaxtalækkunum inn í umhverfi tregbreytanlegs framboðs,“ segir í tilkynningu ASÍ. Þá segir að leiguverð hafi haldist tiltölulega stöðugt í heimsfaraldrinum, ólíkt húsnæðisverði. Þar spili inn í áhrif af fækkun ferðamanna og tímabundin tilfærsla af húsnæði úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Leiguverð hafi lækkað en sé byrjað að hækka á ný.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira