Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 08:14 Svæðið við Keili er undir stöðugri vöktun. Vísir/Vilhem Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. Myndband sem Einar Sverrison tók við Bláfellsgjá í gær hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem sjá má gufu stíga upp úr jörðinni í grennd við Keili. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna gæti verið um að ræða vísbendingu um að kvika væri komin nógu hátt til að hita grunnvatnið, ekki væri ólíklegt að kvika væri kominn mjög nálægt yfirborði. Aðspurð um myndbandið og það sem á því sést bendir Sigþrúður Ármanssdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, hins vegar á að umrætt svæði sé þekkt jarðhitasvæði, og að þar hafi gufa áður sést stíga upp úr jörðinni. Skjálftarnir enn á sama dýpi Sigþrúður bendir á að skjálftarnir séu enn að mælast fimm til sjö kílómetra dýpi, og að þeir séu enn sem komið er ekki að færast nær yfirborði jarðar. „Skjálftarnir sem við höfum verið að fylgja með eru ennþá á þessu sama dýpi,“ segir hún. Svæðið í grennd við Keili er undir stöðugri vöktun vegna jarðskjálftahrinu sem virðist staðsett í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist við eldsumbrotin í Geldingadölum. Þar hafa mælst yfir tvö þúsund skjálftar á undanförnum dögum. Áfram fylgst náið með stöðunni Alls hafa mælst fjögur hundruð skjálftar frá miðnætti, þar af einn sem var þrír að stærð, klukkan fimm í morgun. Heldur færri skjálftar mældust í gær en í fyrradag og engar sjáanlegar breytingar eru á svæðinu. „Þetta lullar bara áfram í sínum taki,“ segir Sigþrúður. Í gær greindi Veðurstofan frá því að nýjustu mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýni engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útiloki hinsvegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því sé nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili, sem minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Myndband sem Einar Sverrison tók við Bláfellsgjá í gær hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem sjá má gufu stíga upp úr jörðinni í grennd við Keili. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna gæti verið um að ræða vísbendingu um að kvika væri komin nógu hátt til að hita grunnvatnið, ekki væri ólíklegt að kvika væri kominn mjög nálægt yfirborði. Aðspurð um myndbandið og það sem á því sést bendir Sigþrúður Ármanssdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, hins vegar á að umrætt svæði sé þekkt jarðhitasvæði, og að þar hafi gufa áður sést stíga upp úr jörðinni. Skjálftarnir enn á sama dýpi Sigþrúður bendir á að skjálftarnir séu enn að mælast fimm til sjö kílómetra dýpi, og að þeir séu enn sem komið er ekki að færast nær yfirborði jarðar. „Skjálftarnir sem við höfum verið að fylgja með eru ennþá á þessu sama dýpi,“ segir hún. Svæðið í grennd við Keili er undir stöðugri vöktun vegna jarðskjálftahrinu sem virðist staðsett í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist við eldsumbrotin í Geldingadölum. Þar hafa mælst yfir tvö þúsund skjálftar á undanförnum dögum. Áfram fylgst náið með stöðunni Alls hafa mælst fjögur hundruð skjálftar frá miðnætti, þar af einn sem var þrír að stærð, klukkan fimm í morgun. Heldur færri skjálftar mældust í gær en í fyrradag og engar sjáanlegar breytingar eru á svæðinu. „Þetta lullar bara áfram í sínum taki,“ segir Sigþrúður. Í gær greindi Veðurstofan frá því að nýjustu mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýni engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útiloki hinsvegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því sé nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili, sem minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36
Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31