Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 09:01 Háhyrningar við Íslandsstrendur virðast forðast grindhvali. Getty Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“ Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“
Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira