Kóreumenn hóta öryggisráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 20:00 Norður-Kórea hefur gert fjórar eldflaugatilraunir á nokkrum vikum. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði í tilkynningu í dag að öryggisráðinu væri hollast að hugsa um afleiðingar gjörða þeirra og hætta að skipta sér af fullveldi einræðisríkisins. Það er í kjölfar þess að Frakkar lögðu fram tillögu á föstudaginn um að lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kalla eftir því að þeim yrði hætt í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Talsmaðurinn sakaði öryggisráðið einnig um tvískinnung fyrir að gagnrýna ekki sambærilegar eldflaugatilraunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Jo Chol Su (til vinstri) sem stýrir Norður-Ameríkudeild utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu, var harðorður í garð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP/Kyodo News Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hóf tilraunir með eldflaugar í síðasta mánuði, eftir um hálfs árs hlé. Fjórum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu og þar á meðal eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins og viðleitni ráðamanna þar til að þróa eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn langar vegalengdir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðsins má ekki gera tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlunina strönduðu árið 2019. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði í tilkynningu í dag að öryggisráðinu væri hollast að hugsa um afleiðingar gjörða þeirra og hætta að skipta sér af fullveldi einræðisríkisins. Það er í kjölfar þess að Frakkar lögðu fram tillögu á föstudaginn um að lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kalla eftir því að þeim yrði hætt í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Talsmaðurinn sakaði öryggisráðið einnig um tvískinnung fyrir að gagnrýna ekki sambærilegar eldflaugatilraunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Jo Chol Su (til vinstri) sem stýrir Norður-Ameríkudeild utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu, var harðorður í garð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP/Kyodo News Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hóf tilraunir með eldflaugar í síðasta mánuði, eftir um hálfs árs hlé. Fjórum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu og þar á meðal eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins og viðleitni ráðamanna þar til að þróa eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn langar vegalengdir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðsins má ekki gera tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlunina strönduðu árið 2019.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35
Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53