Mörg hundruð kýr í sumarbústað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2021 20:05 Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir og Guðmundur Ólafsson, blikksmiður eiga bústaðinn, sem er glæsilegur í alla staði með hundruð minjagripi um kýr innandyra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir sem eru svo heppnir að hafa komið inn í sumarbústað í Holtum í Rangárvallasýslu missa hökuna niður á bringu þegar inn er komið. Ástæðan er sú að bústaðurinn er fullur af gripum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt. Það eru þau Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir og Guðmundur Ólafsson, blikksmiður sem eiga bústaðinn. Kýr hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá þeim, ekki síst Fjólu, sem hefur safnað og safnað þeim í gegnum árin og haft til skrauts í sumarbústaðnum, sjón er sögu ríkari. „Það eru margar jólagjafir og margar afmælisgjafir, sem við höfum fengið sem beljur, þannig að það er komið ansi mikið safn í bústaðinn,“ segir Fjóla enda vill hún breyta nafni bústaðarins úr Víðilundi eins og hann heitir í dag í Beljulund. Allar hillur í bústaðnum eru fullar af kúm eða hlutum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er söfnunin að gefa þeim hjónum? „Bara ánægjuna, þegar maður situr til dæmis í sófanum eða er að horfa út um gluggann þá sé ég eitthvað af þessum blessuðu beljum mínum, þær eru ansi margar,“ bætir Fjóla við. Guðmundur tekur virkan þátt í söfnuninni. „Já, já, enda er maður búin að einbeita sér mikið af því að búa til hillur og annað hérna innandyra þannig að það væri hægt að koma gripunum á fallegan stað.“ Fjóla segist alltaf taka við nýjum munum, sem tengjast kúm ef einhver er að losa sig við. „Mér finnst lífið bara yndislegt, nú er ég hætt að vinna og ætla bara að njóta þess að vera hér í Beljulundi,“ segir Fjóla og hlær. Og sumar kýrnar í bústaðnum geta meira að segja hlegið séu þær beðnar um það. Það eru allskonar kýr í bústaðnum hjá Fjólu og Guðmundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Söfn Grín og gaman Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Það eru þau Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir og Guðmundur Ólafsson, blikksmiður sem eiga bústaðinn. Kýr hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá þeim, ekki síst Fjólu, sem hefur safnað og safnað þeim í gegnum árin og haft til skrauts í sumarbústaðnum, sjón er sögu ríkari. „Það eru margar jólagjafir og margar afmælisgjafir, sem við höfum fengið sem beljur, þannig að það er komið ansi mikið safn í bústaðinn,“ segir Fjóla enda vill hún breyta nafni bústaðarins úr Víðilundi eins og hann heitir í dag í Beljulund. Allar hillur í bústaðnum eru fullar af kúm eða hlutum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er söfnunin að gefa þeim hjónum? „Bara ánægjuna, þegar maður situr til dæmis í sófanum eða er að horfa út um gluggann þá sé ég eitthvað af þessum blessuðu beljum mínum, þær eru ansi margar,“ bætir Fjóla við. Guðmundur tekur virkan þátt í söfnuninni. „Já, já, enda er maður búin að einbeita sér mikið af því að búa til hillur og annað hérna innandyra þannig að það væri hægt að koma gripunum á fallegan stað.“ Fjóla segist alltaf taka við nýjum munum, sem tengjast kúm ef einhver er að losa sig við. „Mér finnst lífið bara yndislegt, nú er ég hætt að vinna og ætla bara að njóta þess að vera hér í Beljulundi,“ segir Fjóla og hlær. Og sumar kýrnar í bústaðnum geta meira að segja hlegið séu þær beðnar um það. Það eru allskonar kýr í bústaðnum hjá Fjólu og Guðmundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Söfn Grín og gaman Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira