Mennirnir þrír létust þegar lögreglubifreið þeirra lenti í árekstri við flutningabíl á hraðbraut við bæinn Markeryd í Smálöndum í Svíþjóð.

Í frétt NRK segir að Vilks hafi verið hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað Múhameð spámann sem hund árið 2007. Myndin vakti, líkt og aðrar myndir af slíkum toga, hörð viðbrögð. Allt frá birtingu myndarinnar hafði Vilks borist ótal hótanir gegn lífi sínu.
Þá segir að árið 2015 hafi hann verið helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust.