Þungavigtin: „Vanda frétti af valinu og fjandinn var laus“ Þungavigtin skrifar 4. október 2021 07:00 Kristján Óli Sigurðsson, Mikael Nikulásson og Ríkharð Óskar Guðnason mynda þríeykið sem sér um Þungavigtina. Vísir Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar fara þeir Kristján Óli Sigurðsson, Mikael Nikulásson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir málefni Knattspyrnusambands Íslands. Fullyrt er að KSÍ hafi ráðið almannatengla til að fara yfir hvað landsliðsþjálfarinn ætti að segja á blaðamannafundi og að nýr formaður KSÍ hafi haft áhrif á landsliðsvalið. Annar þáttur af Þungavigtinni var að fara í loftið á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Í þættinum fara strákarnir yfir leikmannamarkaðinn hér heima þar sem Hannes Þór Halldórsson virðist vera á förum frá Val og farið var yfir mál tengd Knattspyrnusambandi Íslands. Þátturinn hófst á ræðu Kristjáns Óla þar sem hann fór yfir hvað átti sér stað áður en blaðamananfundur Arnars Þórs hófst þann 30. september. „Búið er að fjalla ítarlega um lygar Arnars Þórs (Viðarssonar, landsliðsþjálfara) á blaðamannafundinum í Laugardal. Það sem gerir lygarnar enn verri er að þrír almannatenglar á vegum Aton JL voru um morguninn að æfa landsliðsþjálfarann í að ljúga að þjóðinni, þar var framsagan æfð sem og svör við spurningum blaðamanna.“ „Nýir almannatenglar voru ráðnir eftir að almannatenglafyrirtækinu KOM var sagt upp eftir vesenið í síðasta landsliðsverkefni. Allt sem Arnar sagði um Aron var ekki sannleikanum samkvæmt. Arnari leið það illa að hann stamaði í hvert skipti sem hann var spurður um mál Arons (Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða). Æfingin með almannatenglunum skilaði ekki árangri.“ „Á þriðjudag tilkynnti landsliðsþjálfarinn Aroni að hann yrði í hóp. Hann upplýsti fyrirliðann um gamla stjórnin myndi ekkert aðhafast vegna málsins um hann en hann vissi ekki hvað sú nýja myndi gera, það breyttist svo.“ Vanda Sigureirsdóttir (nýráðin formaður KSÍ) frétti af valinu og fjandinn var laus. Hún hótaði að mæta ekki í landsleikina ef Aron væri í hópnum. Síðan hótað hún því að fyrsta verkefni nýrrar stjórnar yrðu reglur sem myndu útiloka Aron frá því að vera valinn vegna þessa atviks frá 2010. Þessar reglur áttu að taka gildi strax um helgina. Öllum þessum skilaboðum var komið á framfæri við Arnar og pressan var mikil.“ Eftir upplestur Kristjáns fékk Mikael orðið. „Það er magnað að þurfa að ráða 2-3 menn til að æfa mann í því að ljúga. Lokapunkturinn er það sem okkur var búið að gruna, að það hafi einhver sett Arnari Þór Viðarssyni stólinn fyrir dyrnar með Aron Einar. Það er ekki ákvörðun hjá neinum þjálfara að velja ekki landsliðsfyrirliðann og einn besta miðjumann í hóp.“ Ríkharð Óskar Guðnason spurði – eftir að hafa spilað brot úr Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Vanda segist ekki hafa sett Arnari stólinn fyrir dyrnar – af hverju ætti nýráðinn formaður að ljúga? „Sagði hún ekki bara við Arnar að þetta yrði svona. Að ef Aron yrði valinn þá yrðu afleiðingar. Það segir sig alveg sjálft. Ég hef það samkvæmt öðrum heimildum að Aron hafi verið búinn að fá þau skilaboð að hann yrði valinn. Arnar Þór Viðarsson vaknaði ekki upp morguninn eftir að hafa dreymt að þetta gengi ekki upp, það er ekki þannig,“ sagði Mikael og hélt svo áfram. „Þetta er meira vesen en það átti að vera því menn eru ekki að koma rétt fram og segja satt frá.“ „Ég get alveg sagt ykkur það að sá sem ræður mestu hjá KSÍ – kannski fyrir utan Guðna (Bergsson, fyrrum formaður sambandsins) er Klara (Bjartmarz, framkvæmdastjóri). Hún er inn í öllum málum, staðfest – ég er með mjög góðar heimildir þarna niður frá. Það var mikil pressa að hún myndi segja af sér eins og öll stjórnin. Miðað við ummæli Vöndu er hún ekki að fara eitt eða neitt.“ „Ef einhver átti að labba út þá var það Klara og það vita það allir. Síðan er það þannig að það kemur ný stjórn, verið að tala um að það komi fleiri konur í stjórn og það er bara í góðu lagi. Það eru samt bara fjórar sem buðu sig fram á meðan það eru 12 karlmenn. Borghildur (Sigurðardóttir), hún er enn þarna. Hún og Klara – sem voru númer 2 og 3 á eftir Guðna - eru ennþá þarna. Það eru allavega þrír sem voru í stjórninni sem eru áfram í nýju stjórninni. Eruð þið að segja mér það að hinir 11 sem löbbuðu út séu sökudólgarnir,“ sagði Mikael. „Má kalla þetta kattarþvott?“ spurði Ríkharð Óskar í kjölfarið. „Þetta er mjög furðulegt og ég eiginlega átta mig ekki á þessu. Ég hef hag fótboltans að leiðarljósi, það er númer 1, 2 og 3. Hvað verður um fótboltann? Það var ekki einu orði minnst á fótbolta í þessari ræðu nýs formanns KSÍ. Þetta er Knattspyrnusamband sko, þetta er ekki menntaskóli,“ svaraði Kristján Óli áður en Mikael átti lokaorðið. „Þetta er knattspyrnusamband og það á að ræða knattspyrnuna. Þetta á bara að vera smá inntak í þessu. Þessir ferlar sem hún segist vera að koma með núna eru búnir að vera þarna í dágóðan tíma, það er bara svoleiðis.“ Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Þungavigtin Tengdar fréttir Þungavigtin: „Arnar lýgur upp í opið geðið á þjóðinni“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson er til umræðu í Þungavigtinni í dag þar sem Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. 1. október 2021 14:21 Þungavigtin um mál Hannesar Þórs: „Veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð“ „Mál málanna á þessum markaði í dag, þessum leikmannamarkaði, er náttúrulega besti markmaður fyrr og síðar – Hannes Þór Halldórsson – er í stríði við Valsmenn,“ segir Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. 3. október 2021 23:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Sjá meira
Annar þáttur af Þungavigtinni var að fara í loftið á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Í þættinum fara strákarnir yfir leikmannamarkaðinn hér heima þar sem Hannes Þór Halldórsson virðist vera á förum frá Val og farið var yfir mál tengd Knattspyrnusambandi Íslands. Þátturinn hófst á ræðu Kristjáns Óla þar sem hann fór yfir hvað átti sér stað áður en blaðamananfundur Arnars Þórs hófst þann 30. september. „Búið er að fjalla ítarlega um lygar Arnars Þórs (Viðarssonar, landsliðsþjálfara) á blaðamannafundinum í Laugardal. Það sem gerir lygarnar enn verri er að þrír almannatenglar á vegum Aton JL voru um morguninn að æfa landsliðsþjálfarann í að ljúga að þjóðinni, þar var framsagan æfð sem og svör við spurningum blaðamanna.“ „Nýir almannatenglar voru ráðnir eftir að almannatenglafyrirtækinu KOM var sagt upp eftir vesenið í síðasta landsliðsverkefni. Allt sem Arnar sagði um Aron var ekki sannleikanum samkvæmt. Arnari leið það illa að hann stamaði í hvert skipti sem hann var spurður um mál Arons (Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða). Æfingin með almannatenglunum skilaði ekki árangri.“ „Á þriðjudag tilkynnti landsliðsþjálfarinn Aroni að hann yrði í hóp. Hann upplýsti fyrirliðann um gamla stjórnin myndi ekkert aðhafast vegna málsins um hann en hann vissi ekki hvað sú nýja myndi gera, það breyttist svo.“ Vanda Sigureirsdóttir (nýráðin formaður KSÍ) frétti af valinu og fjandinn var laus. Hún hótaði að mæta ekki í landsleikina ef Aron væri í hópnum. Síðan hótað hún því að fyrsta verkefni nýrrar stjórnar yrðu reglur sem myndu útiloka Aron frá því að vera valinn vegna þessa atviks frá 2010. Þessar reglur áttu að taka gildi strax um helgina. Öllum þessum skilaboðum var komið á framfæri við Arnar og pressan var mikil.“ Eftir upplestur Kristjáns fékk Mikael orðið. „Það er magnað að þurfa að ráða 2-3 menn til að æfa mann í því að ljúga. Lokapunkturinn er það sem okkur var búið að gruna, að það hafi einhver sett Arnari Þór Viðarssyni stólinn fyrir dyrnar með Aron Einar. Það er ekki ákvörðun hjá neinum þjálfara að velja ekki landsliðsfyrirliðann og einn besta miðjumann í hóp.“ Ríkharð Óskar Guðnason spurði – eftir að hafa spilað brot úr Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Vanda segist ekki hafa sett Arnari stólinn fyrir dyrnar – af hverju ætti nýráðinn formaður að ljúga? „Sagði hún ekki bara við Arnar að þetta yrði svona. Að ef Aron yrði valinn þá yrðu afleiðingar. Það segir sig alveg sjálft. Ég hef það samkvæmt öðrum heimildum að Aron hafi verið búinn að fá þau skilaboð að hann yrði valinn. Arnar Þór Viðarsson vaknaði ekki upp morguninn eftir að hafa dreymt að þetta gengi ekki upp, það er ekki þannig,“ sagði Mikael og hélt svo áfram. „Þetta er meira vesen en það átti að vera því menn eru ekki að koma rétt fram og segja satt frá.“ „Ég get alveg sagt ykkur það að sá sem ræður mestu hjá KSÍ – kannski fyrir utan Guðna (Bergsson, fyrrum formaður sambandsins) er Klara (Bjartmarz, framkvæmdastjóri). Hún er inn í öllum málum, staðfest – ég er með mjög góðar heimildir þarna niður frá. Það var mikil pressa að hún myndi segja af sér eins og öll stjórnin. Miðað við ummæli Vöndu er hún ekki að fara eitt eða neitt.“ „Ef einhver átti að labba út þá var það Klara og það vita það allir. Síðan er það þannig að það kemur ný stjórn, verið að tala um að það komi fleiri konur í stjórn og það er bara í góðu lagi. Það eru samt bara fjórar sem buðu sig fram á meðan það eru 12 karlmenn. Borghildur (Sigurðardóttir), hún er enn þarna. Hún og Klara – sem voru númer 2 og 3 á eftir Guðna - eru ennþá þarna. Það eru allavega þrír sem voru í stjórninni sem eru áfram í nýju stjórninni. Eruð þið að segja mér það að hinir 11 sem löbbuðu út séu sökudólgarnir,“ sagði Mikael. „Má kalla þetta kattarþvott?“ spurði Ríkharð Óskar í kjölfarið. „Þetta er mjög furðulegt og ég eiginlega átta mig ekki á þessu. Ég hef hag fótboltans að leiðarljósi, það er númer 1, 2 og 3. Hvað verður um fótboltann? Það var ekki einu orði minnst á fótbolta í þessari ræðu nýs formanns KSÍ. Þetta er Knattspyrnusamband sko, þetta er ekki menntaskóli,“ svaraði Kristján Óli áður en Mikael átti lokaorðið. „Þetta er knattspyrnusamband og það á að ræða knattspyrnuna. Þetta á bara að vera smá inntak í þessu. Þessir ferlar sem hún segist vera að koma með núna eru búnir að vera þarna í dágóðan tíma, það er bara svoleiðis.“ Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Þungavigtin Tengdar fréttir Þungavigtin: „Arnar lýgur upp í opið geðið á þjóðinni“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson er til umræðu í Þungavigtinni í dag þar sem Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. 1. október 2021 14:21 Þungavigtin um mál Hannesar Þórs: „Veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð“ „Mál málanna á þessum markaði í dag, þessum leikmannamarkaði, er náttúrulega besti markmaður fyrr og síðar – Hannes Þór Halldórsson – er í stríði við Valsmenn,“ segir Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. 3. október 2021 23:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Sjá meira
Þungavigtin: „Arnar lýgur upp í opið geðið á þjóðinni“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson er til umræðu í Þungavigtinni í dag þar sem Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. 1. október 2021 14:21
Þungavigtin um mál Hannesar Þórs: „Veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð“ „Mál málanna á þessum markaði í dag, þessum leikmannamarkaði, er náttúrulega besti markmaður fyrr og síðar – Hannes Þór Halldórsson – er í stríði við Valsmenn,“ segir Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. 3. október 2021 23:00