Stöngin út þegar Brady bætti met og fagnaði sigri á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 10:00 Tom Brady hafði ástæðu til að brosa eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Foxborough í nótt. Getty/Maddie Meyer Tom Brady valdi heldur betur staðinn til að verða sá leikstjórnandi sem hefur kastað boltanum fyrir flesta jarda en það gerði hann í sigurleik á heimavelli New England Patriots í nótt. Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021 NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Sjá meira
Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021
NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn