Bronsið í stærstu vaxtarræktarleikum heims er bara byrjunin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 21:15 Gummi Emil æfði tvisvar á dag, sex daga vikunnar fyrir mótið. vísir/arnar Íslendingur sem vann til bronsverðlauna í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims er gríðarlega sáttur með árangurinn. Hann stefnir að sjálfsögðu að gullinu á næsta ári. Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök. Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök.
Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira