Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2021 20:20 Joe Biden var harðorður í garð repúblikana á Bandaríkjaþingi í ávarpi í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. Lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs verður rofið í kringum 18. október ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki að hækka það á næstu tveimur vikum. Nái flokkarnir tveir ekki samkomulagi um það gæti bandaríski ríkissjóðurinn ekki lengur greitt af öllum skuldum sínum. Það yrði í fyrsta skipti í sögunni sem það gerðist. Demókratar eru með nauman meirihluta á þingi en Repúblikanaflokkurinn hefur harðneitað að greiða atkvæði með því að hækka skuldaþakið. Strangt til tekið gætu demókratar hækkað þakið einhliða en það vilja þeir ekki gera því báðir flokkar bera ábyrgð á skuldum ríkissjóðs. Skattalækkanir Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem repúblikanar samþykktu með glöðu geði hafi meðal annnars aukið halla ríkissjóðs um billjónir dollara. Repúblikanar vilja aftur á móti að demókratar sitji uppi með þann Svarta-Pétur að hækka skuldaþakið einir til að geta barið á þeim fyrir það fyrir þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Biden forseti vísaði allri ábyrgð á stöðu mála á Repúblikanaflokkinn og Mitch McConnell, leiðtoga þeirra í öldungadeildinni, í dag. Sagðist hann ekki getað heitið því að sátt næðist um skuldaþakið því það væri í höndum McConnell. „Þeir verða að hætta að spila rússneska rúllettu með bandaríska hagkerið. Ekki aðeins neita repúblikanar að vinna vinnuna sína heldur hóta þeir að nota vald sitt til að koma í veg fyrir að við vinnum okkar vinnu, að bjarga hagkerfinu frá hamförum. Ég tel það hreinskilnislega hræsni, hættulegt og svívirðilegt. Hindranir þeirra og ábyrgðarleysi kann sér engin mörk,“ sagði Biden. Janet Yellen, fjármálaráðherra og fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur lýst afleiðingum þess að ríkissjóður lendi í vanskilum sem „hörmulegum“. Mitch McConnell er staðráðinn í að láta demókrata þurfa eina að axla ábyrgð á hækkun skuldaþaksins í aðdraganda þingkosninga á næsta ári.AP/J. Scott Applewhite Of tímafrekt að fara leið repúblikana McConnell ítrekaði í bréfi til Hvíta hússins að demókratar fengju enga hjálp frá repúblikönum við að hækka skuldaþakið. Demókratar verði að nýta sér ákvæði þingskapa um svonefnda sáttameðferð varðandi fjárlög (e. budget reconciliation) til að samþykkja að hækka skuldaþakið. Með sáttameðferðinni er hægt að samþykkja frumvörp með einföldum meirihluta og komast hjá rétti minnihlutans til að stöðva mál með málþófi. Biden vill hins vegar að repúblikanar leyfi demókrötum að samþykkja hækkun skuldaþaksins í hefðbundinni atkvæðagreiðslu því sáttameðferðarferlið taki of langan tíma. Til þess þyrftu repúblikanar að samþykkja að beita ekki málþófi til að stöðva málið. Þingskapasérfræðingur Bandaríkjaþings (e. parliamentarian) hefur staðfest að demókratar gætu hækkað skuldaþakið með sáttameðferðinni. Það gæti þó tekið langan tíma og leitt til þess að niðurstaða lægi ekki fyrir fyrr en eftir að skuldaþakið væri fokið út í veður og vind, að sögn Washington Post. One reason Republicans want Democrats to tackle the debt limit in budget reconciliation: that requires putting a number on it, and they want to campaign against that in the 2022 elections. (Under regular order, Congress can just suspend it to a new date.) https://t.co/558utMdNMA pic.twitter.com/AL7RliYSYw— Sahil Kapur (@sahilkapur) October 4, 2021 Á móti stefnumálum Biden Hækkun skuldaþaksins var áður fyrr þverpólitískt samkomulag sem gekk að mestu hnökralaust fyrir sig lengi vel. Undanfarinn rúman áratug hefur Repúblikanaflokkurinn í vaxandi mæli nýtt sér skuldaþakið til þess að binda hendur demókrata þegar þeir eru við völd, krefjast niðurskurðar á fjárlögum eða neyða þá til að greiða atkvæði með hækkun ríkisskulda, að sögn AP-fréttastofunnar. Það sama er uppi á teningnum að þessu sinni. Biden og demókratar vilja samþykkja tvö stór frumvörp um styrkingu velferðarkerfisins og innviðauppbyggingu sem eiga að kosta samtals um 4,5 billjónir dollara næsta áratuginn. Repúblikanar vilja ekki sjá slík ríkisútgjöld en Biden fullyrðir að hækkun skatta á fyrirtæki og tekjuháa einstaklinga greiði fyrir aðgerðirnar sem hann vill ráðast í. Hækka þarf skuldaþakið vegna núverandi skuldbindinga ríkissjóðs, óháð því hvort að frumvörpin um stefnumál Biden verði samþykkt eða ekki. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs verður rofið í kringum 18. október ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki að hækka það á næstu tveimur vikum. Nái flokkarnir tveir ekki samkomulagi um það gæti bandaríski ríkissjóðurinn ekki lengur greitt af öllum skuldum sínum. Það yrði í fyrsta skipti í sögunni sem það gerðist. Demókratar eru með nauman meirihluta á þingi en Repúblikanaflokkurinn hefur harðneitað að greiða atkvæði með því að hækka skuldaþakið. Strangt til tekið gætu demókratar hækkað þakið einhliða en það vilja þeir ekki gera því báðir flokkar bera ábyrgð á skuldum ríkissjóðs. Skattalækkanir Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem repúblikanar samþykktu með glöðu geði hafi meðal annnars aukið halla ríkissjóðs um billjónir dollara. Repúblikanar vilja aftur á móti að demókratar sitji uppi með þann Svarta-Pétur að hækka skuldaþakið einir til að geta barið á þeim fyrir það fyrir þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Biden forseti vísaði allri ábyrgð á stöðu mála á Repúblikanaflokkinn og Mitch McConnell, leiðtoga þeirra í öldungadeildinni, í dag. Sagðist hann ekki getað heitið því að sátt næðist um skuldaþakið því það væri í höndum McConnell. „Þeir verða að hætta að spila rússneska rúllettu með bandaríska hagkerið. Ekki aðeins neita repúblikanar að vinna vinnuna sína heldur hóta þeir að nota vald sitt til að koma í veg fyrir að við vinnum okkar vinnu, að bjarga hagkerfinu frá hamförum. Ég tel það hreinskilnislega hræsni, hættulegt og svívirðilegt. Hindranir þeirra og ábyrgðarleysi kann sér engin mörk,“ sagði Biden. Janet Yellen, fjármálaráðherra og fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur lýst afleiðingum þess að ríkissjóður lendi í vanskilum sem „hörmulegum“. Mitch McConnell er staðráðinn í að láta demókrata þurfa eina að axla ábyrgð á hækkun skuldaþaksins í aðdraganda þingkosninga á næsta ári.AP/J. Scott Applewhite Of tímafrekt að fara leið repúblikana McConnell ítrekaði í bréfi til Hvíta hússins að demókratar fengju enga hjálp frá repúblikönum við að hækka skuldaþakið. Demókratar verði að nýta sér ákvæði þingskapa um svonefnda sáttameðferð varðandi fjárlög (e. budget reconciliation) til að samþykkja að hækka skuldaþakið. Með sáttameðferðinni er hægt að samþykkja frumvörp með einföldum meirihluta og komast hjá rétti minnihlutans til að stöðva mál með málþófi. Biden vill hins vegar að repúblikanar leyfi demókrötum að samþykkja hækkun skuldaþaksins í hefðbundinni atkvæðagreiðslu því sáttameðferðarferlið taki of langan tíma. Til þess þyrftu repúblikanar að samþykkja að beita ekki málþófi til að stöðva málið. Þingskapasérfræðingur Bandaríkjaþings (e. parliamentarian) hefur staðfest að demókratar gætu hækkað skuldaþakið með sáttameðferðinni. Það gæti þó tekið langan tíma og leitt til þess að niðurstaða lægi ekki fyrir fyrr en eftir að skuldaþakið væri fokið út í veður og vind, að sögn Washington Post. One reason Republicans want Democrats to tackle the debt limit in budget reconciliation: that requires putting a number on it, and they want to campaign against that in the 2022 elections. (Under regular order, Congress can just suspend it to a new date.) https://t.co/558utMdNMA pic.twitter.com/AL7RliYSYw— Sahil Kapur (@sahilkapur) October 4, 2021 Á móti stefnumálum Biden Hækkun skuldaþaksins var áður fyrr þverpólitískt samkomulag sem gekk að mestu hnökralaust fyrir sig lengi vel. Undanfarinn rúman áratug hefur Repúblikanaflokkurinn í vaxandi mæli nýtt sér skuldaþakið til þess að binda hendur demókrata þegar þeir eru við völd, krefjast niðurskurðar á fjárlögum eða neyða þá til að greiða atkvæði með hækkun ríkisskulda, að sögn AP-fréttastofunnar. Það sama er uppi á teningnum að þessu sinni. Biden og demókratar vilja samþykkja tvö stór frumvörp um styrkingu velferðarkerfisins og innviðauppbyggingu sem eiga að kosta samtals um 4,5 billjónir dollara næsta áratuginn. Repúblikanar vilja ekki sjá slík ríkisútgjöld en Biden fullyrðir að hækkun skatta á fyrirtæki og tekjuháa einstaklinga greiði fyrir aðgerðirnar sem hann vill ráðast í. Hækka þarf skuldaþakið vegna núverandi skuldbindinga ríkissjóðs, óháð því hvort að frumvörpin um stefnumál Biden verði samþykkt eða ekki.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48
Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44