Telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni skaða kvennaknattspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 23:00 Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar allt þangað til undir lok árs 2022 en ef ákveðið verður að fjölga mótum verða nýir heimsmeistarar krýndir annað hvert ár. Matthias Hangst/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, samtök knattspyrnufélaga í Evrópu sem og fjöldi landssambanda telja að fjölgun heimsmeistaramóta geti haft slæmar afleiðingar fyrir kvennafótboltann í heild sinni. Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða. Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða.
Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira