Ellefu mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir líkamsárás og fyrri brot Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 22:54 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri þann 24. september síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til ellefu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárás á Akureyri. Um er að ræða eins mánaðar hegningarauka við fyrri tíu mánaða dóm sem maðurinn hlaut í mars síðastliðnum. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll þann 24. september síðastliðinn en var birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa veitt manni eitt hnefahögg í andlitið fyrir utan Pósthúsbarinn á Akureyri. Afleiðing hnefahöggsins hafi verið sú að sá kýldi féll aftur fyrir sig rak hnakkann í stétt. Af því hafi hann hlotið bólgu á neðri vör og eymsli þar í kring, skurð vinstra megin á vörinni og skurð inni á vörinni og skurð í hársverði sem blæddi talsvert úr. Þá segir að maðurinn hafi hlotið dóm í mars síðastliðnum fyrir vörslur fíkniefna, vopnalagabrot, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttar og peningaþvætti. Refsing þá hafi verið fangelsi í tíu mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Þar sem líkamsárásin hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og verði refsing fyrir líkamsárásina því ákveðin sem hegningarauki við hann. Í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála verði fyrri dómur dæmdur upp og refsing fyrir öll brotin dæmd í einu lagi. Þá segir að brotaþoli hafi farið fram á skaðabætur að fjárhæð 527 þúsund krónum. Rétturinn fallist á að hann eigi rétt á miskabótum en að þær séu hæfilegar ákveðnar 150 þúsund krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða brotaþola 27 þúsund krónur í skaðabætur vegna fjártjóns. Manninum var einnig gert að greiða allan málskostnað, alls 197 þúsund krónur. Dómsmál Akureyri Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll þann 24. september síðastliðinn en var birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa veitt manni eitt hnefahögg í andlitið fyrir utan Pósthúsbarinn á Akureyri. Afleiðing hnefahöggsins hafi verið sú að sá kýldi féll aftur fyrir sig rak hnakkann í stétt. Af því hafi hann hlotið bólgu á neðri vör og eymsli þar í kring, skurð vinstra megin á vörinni og skurð inni á vörinni og skurð í hársverði sem blæddi talsvert úr. Þá segir að maðurinn hafi hlotið dóm í mars síðastliðnum fyrir vörslur fíkniefna, vopnalagabrot, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttar og peningaþvætti. Refsing þá hafi verið fangelsi í tíu mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Þar sem líkamsárásin hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og verði refsing fyrir líkamsárásina því ákveðin sem hegningarauki við hann. Í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála verði fyrri dómur dæmdur upp og refsing fyrir öll brotin dæmd í einu lagi. Þá segir að brotaþoli hafi farið fram á skaðabætur að fjárhæð 527 þúsund krónum. Rétturinn fallist á að hann eigi rétt á miskabótum en að þær séu hæfilegar ákveðnar 150 þúsund krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða brotaþola 27 þúsund krónur í skaðabætur vegna fjártjóns. Manninum var einnig gert að greiða allan málskostnað, alls 197 þúsund krónur.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira