Kallaði dómarana hvað eftir annað blinda eftir sigurleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 09:30 Joey Bosa fagnari sigri Los Angeles Chargers í nótt en hann var ennþá reiður á blaðamannafundi eftir leik. AP/Marcio Jose Sanchez Oftast eru leikmenn ekki mikið að væla yfir dómurunum eftir sigurleiki en varnartröllið og ein stærsta stjarna Los Angeles Chargers er ekki í þeim hópi. Joey Bosa var nefnilega mjög ósáttur eftir leik Los Angeles Chargers og Las Vegas Raiders í NFL deildinni í nótt en Bosa og félagar hjá Chargers urðu þá fyrstir til að vinna Raiders liðið á tímabilinu. #Chargers OLB Joey Bosa on the 15-yard penalty he got tonight, The refs are blind. I m sorry, but you re blind. Like, open your eyes and do your job. Its so bad. He did take ownership and say he shouldn t lose his cool in that situation. pic.twitter.com/s5OZPoWwCd— Fernando Ramirez (@RealFRamirez) October 5, 2021 Það sem gerði Bosa svo reiðann var að dómararnir dæmdu á hann víti í lokaleikhlutanum sem hefði getað orðið hans liði mjög dýrkeypt. Raiders kastaði hins vegar boltanum frá sér strax í kjölfarið og Los Angeles Chargers endaði á því að vinna leikinn 28-14. „Ég veit ekki einu sinni hvernig þeir fóru af því að dæma þetta víti á mig því ég var gjörsamlega sjóðandi,“ sagði Joey Bosa og bætti við: „En dómararnir eru bara blindir, svo einfalt er það. Þið fyrirgefið en þið eruð bara blindir. Opnið augun og sinnið ykkar starfi. Þetta er svo lélegt að það er erfitt að trúa því sem er dæmt,“ sagði Bosa. Bosa fékk dæmt á sig víti fyrir óíþróttamannslega framkomu fyrir að rífast í dómurunum. Vítið færði Raiders boltann. Joey Bosa off the edge #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/ZGj65bOdQv— NFL (@NFL) October 5, 2021 „Það er augljóslega mér að kenna. Ég á aldrei að missa stjórn á skapi mínu eins og þarna en dómararnir verða bara að standa sig betur. Þetta hafa verið mörg ár af hræðilegri dómgæslu, hægri, vinstri,“ sagði Bosa. „Þetta er virkilega aumkunarvert ef ég segi alveg eins og er en það var líka aumkunarvert mér að haga mér svona. Hvort sem að það er dæmt eða ekki þá þarf ég að stíga til baka og einbeita mér að næstu sókn. Það lítur samt út fyrir að þeir opni ekki augun nema helminginn af leikjunum,“ sagði Bosa. How about Justin Herbert?Three first half touchdowns for the kid. #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/f9Nwbb3xjm— NFL (@NFL) October 5, 2021 Justin Herbert, leikstjórnandi Los Angeles Chargers, gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum þar sem lið hans náði 21-0 forystu. Eftir þetta fyrsta tap Las Vegas Raiders á tímabilinu, eftir þrjá sigra í röð í byrjun leiktíðar, þá er aðeins eitt lið með fjóra sigra í fjórum leikjum og það er Arizona Cardinals. Charges komst líka upp fyrir Raiders á innbyrðis viðureignum í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar en bæði lið hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. NFL Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Joey Bosa var nefnilega mjög ósáttur eftir leik Los Angeles Chargers og Las Vegas Raiders í NFL deildinni í nótt en Bosa og félagar hjá Chargers urðu þá fyrstir til að vinna Raiders liðið á tímabilinu. #Chargers OLB Joey Bosa on the 15-yard penalty he got tonight, The refs are blind. I m sorry, but you re blind. Like, open your eyes and do your job. Its so bad. He did take ownership and say he shouldn t lose his cool in that situation. pic.twitter.com/s5OZPoWwCd— Fernando Ramirez (@RealFRamirez) October 5, 2021 Það sem gerði Bosa svo reiðann var að dómararnir dæmdu á hann víti í lokaleikhlutanum sem hefði getað orðið hans liði mjög dýrkeypt. Raiders kastaði hins vegar boltanum frá sér strax í kjölfarið og Los Angeles Chargers endaði á því að vinna leikinn 28-14. „Ég veit ekki einu sinni hvernig þeir fóru af því að dæma þetta víti á mig því ég var gjörsamlega sjóðandi,“ sagði Joey Bosa og bætti við: „En dómararnir eru bara blindir, svo einfalt er það. Þið fyrirgefið en þið eruð bara blindir. Opnið augun og sinnið ykkar starfi. Þetta er svo lélegt að það er erfitt að trúa því sem er dæmt,“ sagði Bosa. Bosa fékk dæmt á sig víti fyrir óíþróttamannslega framkomu fyrir að rífast í dómurunum. Vítið færði Raiders boltann. Joey Bosa off the edge #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/ZGj65bOdQv— NFL (@NFL) October 5, 2021 „Það er augljóslega mér að kenna. Ég á aldrei að missa stjórn á skapi mínu eins og þarna en dómararnir verða bara að standa sig betur. Þetta hafa verið mörg ár af hræðilegri dómgæslu, hægri, vinstri,“ sagði Bosa. „Þetta er virkilega aumkunarvert ef ég segi alveg eins og er en það var líka aumkunarvert mér að haga mér svona. Hvort sem að það er dæmt eða ekki þá þarf ég að stíga til baka og einbeita mér að næstu sókn. Það lítur samt út fyrir að þeir opni ekki augun nema helminginn af leikjunum,“ sagði Bosa. How about Justin Herbert?Three first half touchdowns for the kid. #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/f9Nwbb3xjm— NFL (@NFL) October 5, 2021 Justin Herbert, leikstjórnandi Los Angeles Chargers, gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum þar sem lið hans náði 21-0 forystu. Eftir þetta fyrsta tap Las Vegas Raiders á tímabilinu, eftir þrjá sigra í röð í byrjun leiktíðar, þá er aðeins eitt lið með fjóra sigra í fjórum leikjum og það er Arizona Cardinals. Charges komst líka upp fyrir Raiders á innbyrðis viðureignum í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar en bæði lið hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum.
NFL Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð