Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 13:37 Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Vísir/Vilhelm 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43