Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2021 07:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, hlaðkona hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. Ólöfu var sagt upp hjá Icelandair þar sem hún starfaði sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli en aðilum deilir mjög á um kringumstæður. Efling, sem hyggst sækja mál gegn fyrirtækinu vegna uppsagnarinnar, segir Ólöfu hafa verið trúnaðarmann í baráttu fyrir samstarfsmenn sína þegar henni var sagt upp, á meðan Icelandair heldur því fram að Ólöf hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar hún var látin fara vegna trúnaðarbrests og samstarfsörðugleika. Vísir greindi frá því í gær að samkvæmt skjáskotum sem tekin voru eftir að Ólöfu var sagt upp var hún enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair og þá hefur Vinnumálastofnun staðfest að hún sé enn skráður öryggistrúnaðarmaður hjá þeim. „Ef trúnaðarmaður er sannarlega að sinna samskiptum við starfsmenn og er tengiliður við sitt stéttarfélag þá lítum við svo á að hann sé trúnaðarmaður þar til annar er kjörinn,“ sagði Ragnar þegar Vísir ræddi við hann í gær. Trúnaðarmenn eru yfirleitt kosnir til tveggja ára og eru samstarfsmönnum sínum til halds og traust þegar kemur að hinum ýmsu málum. Á vef VR segir eftirfarandi um trúnaðarmenn: „Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við VR og atvinnurekandann. Hlutverk hans er að vera til staðar fyrir samstarfsmenn, auðvelda samskipti við atvinnurekanda, miðla upplýsingum og hafa eftirlit með því að samningar séu haldnir á vinnustaðnum og lög ekki brotin á starfsfólki. Hlutverk trúnaðarmanns er að þekkja leiðir til úrlausnar ágreiningsmála, kynna breytingar og nýjungar, og hvetja félagsmenn til að leita sér upplýsinga.“ Eðli málsins samkvæmt kveða lög á um að ekki megi segja upp trúnaðarmönnum vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn. Langsóttar leiðir til að standa við siðlausar ákvarðanir „Það eru mjög mörg fyrirtæki sem taka þetta samband alvarlega,“ segir Ragnar. „Og margir trúnaðarmenn sem við erum í sambandi við sem fá mikið svigrúm til að sinna þessari stöðu. En þetta er mjög misjafnt; sums staðar er þetta litið hornauga en annars staðar er þetta mjög virkt.“ Ragnar segist almennt telja að í öllum þeim tilvikum þar sem atvinnurekendur virði störf trúnaðarmannsins komið það fyrirtækjunum vel, bæði hvað varðar starfsandann innanhúss og orðsporið út á við. „Þess vegna kemur þetta mér töluvert á óvart,“ segir hann. Ragnar bendir á, líkt og Efling hefur gert í sínum málflutningi, þá yfirlýsingu sem forsvarsmenn Icelandair og Samtaka atvinnulífsins, ásamt fulltrúum ASÍ og Flugfreyjufélagi Íslands, undirrituðu í kjölfar kjaradeilu Icelandair og flugþjóna. Þar sagði meðal annars: „Icelandair telur nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns, sem tryggir frið um starfsemi félagsins á gildistíma kjarasamninga og á meðan leitað er lausna í kjaraviðræðum. Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín í milli.“ „Auðvitað er hægt að finna einhverjar langsóttar leiðir til að reyna að standa við, að mínu mati, siðlausar ákvarðanir en ég bendi líka á það að eigendur þessa fyrirtækis eru að stórum hluta lífeyrissjóðir, sem hafa sett sér mjög ströng fjárfestingaskilyrði. Þau lúta einmitt að þessu; að fyrirtæki brjóti ekki á grundvallarréttindum starfsfólks, eða stundi félagsleg undirboð eða þvíumlíkt,“ segir Ragnar. Hann segist telja það hafa ráðið nokkru um að margir lífeyrissjóðir ákváðu að fjárfesta ekki í Play en félagið hefur verið sakað um að byggja rekstur sinn á kjörum undir lágmarkslaunum. Icelandair Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09 Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ólöfu var sagt upp hjá Icelandair þar sem hún starfaði sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli en aðilum deilir mjög á um kringumstæður. Efling, sem hyggst sækja mál gegn fyrirtækinu vegna uppsagnarinnar, segir Ólöfu hafa verið trúnaðarmann í baráttu fyrir samstarfsmenn sína þegar henni var sagt upp, á meðan Icelandair heldur því fram að Ólöf hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar hún var látin fara vegna trúnaðarbrests og samstarfsörðugleika. Vísir greindi frá því í gær að samkvæmt skjáskotum sem tekin voru eftir að Ólöfu var sagt upp var hún enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair og þá hefur Vinnumálastofnun staðfest að hún sé enn skráður öryggistrúnaðarmaður hjá þeim. „Ef trúnaðarmaður er sannarlega að sinna samskiptum við starfsmenn og er tengiliður við sitt stéttarfélag þá lítum við svo á að hann sé trúnaðarmaður þar til annar er kjörinn,“ sagði Ragnar þegar Vísir ræddi við hann í gær. Trúnaðarmenn eru yfirleitt kosnir til tveggja ára og eru samstarfsmönnum sínum til halds og traust þegar kemur að hinum ýmsu málum. Á vef VR segir eftirfarandi um trúnaðarmenn: „Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við VR og atvinnurekandann. Hlutverk hans er að vera til staðar fyrir samstarfsmenn, auðvelda samskipti við atvinnurekanda, miðla upplýsingum og hafa eftirlit með því að samningar séu haldnir á vinnustaðnum og lög ekki brotin á starfsfólki. Hlutverk trúnaðarmanns er að þekkja leiðir til úrlausnar ágreiningsmála, kynna breytingar og nýjungar, og hvetja félagsmenn til að leita sér upplýsinga.“ Eðli málsins samkvæmt kveða lög á um að ekki megi segja upp trúnaðarmönnum vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn. Langsóttar leiðir til að standa við siðlausar ákvarðanir „Það eru mjög mörg fyrirtæki sem taka þetta samband alvarlega,“ segir Ragnar. „Og margir trúnaðarmenn sem við erum í sambandi við sem fá mikið svigrúm til að sinna þessari stöðu. En þetta er mjög misjafnt; sums staðar er þetta litið hornauga en annars staðar er þetta mjög virkt.“ Ragnar segist almennt telja að í öllum þeim tilvikum þar sem atvinnurekendur virði störf trúnaðarmannsins komið það fyrirtækjunum vel, bæði hvað varðar starfsandann innanhúss og orðsporið út á við. „Þess vegna kemur þetta mér töluvert á óvart,“ segir hann. Ragnar bendir á, líkt og Efling hefur gert í sínum málflutningi, þá yfirlýsingu sem forsvarsmenn Icelandair og Samtaka atvinnulífsins, ásamt fulltrúum ASÍ og Flugfreyjufélagi Íslands, undirrituðu í kjölfar kjaradeilu Icelandair og flugþjóna. Þar sagði meðal annars: „Icelandair telur nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns, sem tryggir frið um starfsemi félagsins á gildistíma kjarasamninga og á meðan leitað er lausna í kjaraviðræðum. Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín í milli.“ „Auðvitað er hægt að finna einhverjar langsóttar leiðir til að reyna að standa við, að mínu mati, siðlausar ákvarðanir en ég bendi líka á það að eigendur þessa fyrirtækis eru að stórum hluta lífeyrissjóðir, sem hafa sett sér mjög ströng fjárfestingaskilyrði. Þau lúta einmitt að þessu; að fyrirtæki brjóti ekki á grundvallarréttindum starfsfólks, eða stundi félagsleg undirboð eða þvíumlíkt,“ segir Ragnar. Hann segist telja það hafa ráðið nokkru um að margir lífeyrissjóðir ákváðu að fjárfesta ekki í Play en félagið hefur verið sakað um að byggja rekstur sinn á kjörum undir lágmarkslaunum.
Icelandair Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09 Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09
Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48