Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 12:18 Farþegum hefur smátt og smátt verið að fjölga til Íslands undanfarna mánuði. Ísavia segir sóttvarnatakmarkanir hins vegar nú þegar hafa dregið úr sætaframboði flugfélaganna og kallar eftir fyrirsjáanleika til allt að tólf mánaða. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. Ísavia sendi frá sér þrjár sviðsmyndir um þróun farþegafjölda um Keflavíkurflugvöll til næstu þriggja ára í morgun. Á næsta ári gætu farþegar samkvæmt varfærnustu myndinni orðið rúmar 4,1 milljón en rétt rúmar fimm milljónir samkvæmt bjartsýnustu myndinni. Þá gætu farþegar orðið fleiri árið 2024 en þeir voru árið 2019, ári fyrir kórónuveirufaraldur, eða tæpar 7,9 milljónir. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Ísavia segir næsta ár verða mjög krítískt fyrir flug og ferðaþjónustu á Íslandi. Ef gangi vel að koma fluginu af stað á næsta ári muni sá vöxtur að öllum líkindum halda áfram árin þar á eftir. Guðmundur Daði Rúnarsson segir ferðaþjónustunna geta gefið margfalt verðmæti góðrar loðnuvertíðar í tekjur fyrir þjóðarbúið.Stöð 2/Egill „En ef það verða miklar takmarkanir eða harðar aðgerðir á landamærunum hér þannig að ferðamenn og aðrir velji frekar að fara til annarra áfangastaða en Ísland teljum við að það verði erfiðara árin 2023 og 2024 að fá flugfélög til að hefja flug til Íslands,“ segir Guðmundur Daði. Þá verði erfiðara fyrir Icelandair og Play að sækja inn á nýja markaði þar sem framboð væri þegar mjög mikið. Nú þegar hafi aðgerðir á landamærunum dregið úr sætaframboði flugfélaga til Íslands. „Flugfélögin hafa staðfest við okkur að aðgerðir á landamærunum hafa verið ein af þeim ástæðum sem hafa verið þess valdandi að þau hafi dregið úr framboði til Íslands. Jafnvel hætt við flug. Það stefndi í að hér yrðu nítján flugfélög að fljúga yfir veturinn en þau eru komin niður í fimmtán. Við óttumst að þeim muni fækka enn frekar,“ segir Guðmundur Daði. Flugfélög skipuleggja sig langt fram í tímann og því kallar ÍSAVIA eftir fyrirsjáanleika frá stjórnvöldum varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum.Vísir/Vilhelm Fyrirsjáanleiki varðandi aðgerðir á landamærunum skipti gríðarlega miklu máli. Flugfélögin skipuleggi sig langt fram í tímann. Kaupi flugvélar fjögur fimm ár fram í tíman og hefji sölu farmiða um átta mánuðum áður en þau hefji flug á nýja áfangastaði eða snúi þangað aftur. „Það er bara gríðarlega mikilvægt að hér sé að lágmarki horft níu til tólf mánuði fram í tímann um hvernig eigi að haga aðgerðum á landamærunum. Hver sé í raun vilji stjórnvalda til ferðaþjónustu á komandi misserum,“ segir Guðmundur Daði. Nú fagni menn réttilega komandi loðnuvertíð sem gæti fært þjóðarbúinu 40 til 60 milljarða í útflutningstekjur. Ferðaþjónustan hafi hins vegar skilað yfir 400 milljörðum árið 2019. „Þannig að við teljum gríðarlega efnahagslega mikilvægt að komast aftur á sama stað og fyrir faraldurinn. Fyrir efnahagslífið allt og Ísland,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um tæpa 19 milljarða í september Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 18,8 milljarða króna í september. Til samanburðar voru vöruskiptin í september á síðasta ári neikvæð um 11,6 milljarða. 7. október 2021 10:50 Farþegar gætu orðið fleiri árið 2024 en fyrir faraldur Fleiri farþegar gætu farið um Keflavíkurflugvöll árið 2024 en 2019 ef bjartsýnasta spá Isavia gengur eftir. Samkvæmt henni verða þeir tæplega 7,9 milljónir talsins sem er meira en mældist árið fyrir heimsfaraldurinn. 7. október 2021 09:22 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Ísavia sendi frá sér þrjár sviðsmyndir um þróun farþegafjölda um Keflavíkurflugvöll til næstu þriggja ára í morgun. Á næsta ári gætu farþegar samkvæmt varfærnustu myndinni orðið rúmar 4,1 milljón en rétt rúmar fimm milljónir samkvæmt bjartsýnustu myndinni. Þá gætu farþegar orðið fleiri árið 2024 en þeir voru árið 2019, ári fyrir kórónuveirufaraldur, eða tæpar 7,9 milljónir. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Ísavia segir næsta ár verða mjög krítískt fyrir flug og ferðaþjónustu á Íslandi. Ef gangi vel að koma fluginu af stað á næsta ári muni sá vöxtur að öllum líkindum halda áfram árin þar á eftir. Guðmundur Daði Rúnarsson segir ferðaþjónustunna geta gefið margfalt verðmæti góðrar loðnuvertíðar í tekjur fyrir þjóðarbúið.Stöð 2/Egill „En ef það verða miklar takmarkanir eða harðar aðgerðir á landamærunum hér þannig að ferðamenn og aðrir velji frekar að fara til annarra áfangastaða en Ísland teljum við að það verði erfiðara árin 2023 og 2024 að fá flugfélög til að hefja flug til Íslands,“ segir Guðmundur Daði. Þá verði erfiðara fyrir Icelandair og Play að sækja inn á nýja markaði þar sem framboð væri þegar mjög mikið. Nú þegar hafi aðgerðir á landamærunum dregið úr sætaframboði flugfélaga til Íslands. „Flugfélögin hafa staðfest við okkur að aðgerðir á landamærunum hafa verið ein af þeim ástæðum sem hafa verið þess valdandi að þau hafi dregið úr framboði til Íslands. Jafnvel hætt við flug. Það stefndi í að hér yrðu nítján flugfélög að fljúga yfir veturinn en þau eru komin niður í fimmtán. Við óttumst að þeim muni fækka enn frekar,“ segir Guðmundur Daði. Flugfélög skipuleggja sig langt fram í tímann og því kallar ÍSAVIA eftir fyrirsjáanleika frá stjórnvöldum varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum.Vísir/Vilhelm Fyrirsjáanleiki varðandi aðgerðir á landamærunum skipti gríðarlega miklu máli. Flugfélögin skipuleggi sig langt fram í tímann. Kaupi flugvélar fjögur fimm ár fram í tíman og hefji sölu farmiða um átta mánuðum áður en þau hefji flug á nýja áfangastaði eða snúi þangað aftur. „Það er bara gríðarlega mikilvægt að hér sé að lágmarki horft níu til tólf mánuði fram í tímann um hvernig eigi að haga aðgerðum á landamærunum. Hver sé í raun vilji stjórnvalda til ferðaþjónustu á komandi misserum,“ segir Guðmundur Daði. Nú fagni menn réttilega komandi loðnuvertíð sem gæti fært þjóðarbúinu 40 til 60 milljarða í útflutningstekjur. Ferðaþjónustan hafi hins vegar skilað yfir 400 milljörðum árið 2019. „Þannig að við teljum gríðarlega efnahagslega mikilvægt að komast aftur á sama stað og fyrir faraldurinn. Fyrir efnahagslífið allt og Ísland,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um tæpa 19 milljarða í september Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 18,8 milljarða króna í september. Til samanburðar voru vöruskiptin í september á síðasta ári neikvæð um 11,6 milljarða. 7. október 2021 10:50 Farþegar gætu orðið fleiri árið 2024 en fyrir faraldur Fleiri farþegar gætu farið um Keflavíkurflugvöll árið 2024 en 2019 ef bjartsýnasta spá Isavia gengur eftir. Samkvæmt henni verða þeir tæplega 7,9 milljónir talsins sem er meira en mældist árið fyrir heimsfaraldurinn. 7. október 2021 09:22 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um tæpa 19 milljarða í september Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 18,8 milljarða króna í september. Til samanburðar voru vöruskiptin í september á síðasta ári neikvæð um 11,6 milljarða. 7. október 2021 10:50
Farþegar gætu orðið fleiri árið 2024 en fyrir faraldur Fleiri farþegar gætu farið um Keflavíkurflugvöll árið 2024 en 2019 ef bjartsýnasta spá Isavia gengur eftir. Samkvæmt henni verða þeir tæplega 7,9 milljónir talsins sem er meira en mældist árið fyrir heimsfaraldurinn. 7. október 2021 09:22