Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. október 2021 12:09 Tilkynning barst um slysið klukkan 10:32. Benedikt Bragason Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs. Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum. Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum.
Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54