Undarleg hefð Andy Murray kom honum næstum því í mikil vandræði hjá konunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 09:30 Andy Murray sýndi hringinn og skóna á Instagram síðu sinni. Instagram/@andymurray Tenniskappinn Andy Murray er búinn að fá aftur skóna sína sem hafði verið stolið frá honum í gær. Það voru þó ekki skórnir sem voru aðalmálið heldur hvað hékk í reimunum á þeim. Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni. Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni.
Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira