Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 11:30 Stuðningsmenn Newcastle hafa ekki miklar áhyggjur af því að nýir eigendur liðsins láti myrða andófsfólks og fangelsa fólk sem berst fyrir mannréttindum í konungsríkinu. Vísir/EPA Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021 Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021
Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira