Mælingar truflast áfram vegna rigningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2021 12:01 Skriðan sem féll á Seyðisfirði í desember er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent