Sport

Nokkrir áttu góða helgi í NFL fyrir viku síðan en enn fleiri áttu slæma helgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taysom Hill, leikstjórnandi hjá New Orleans Saints, hljóp hreinlega yfir mann og annan í leiknum á móti New York Giants um síðustu helgi.
Taysom Hill, leikstjórnandi hjá New Orleans Saints, hljóp hreinlega yfir mann og annan í leiknum á móti New York Giants um síðustu helgi. AP/Brett Duke

Tveir leikir verða sýndir beint í ameríska fótbotanum í dag og til að hita upp fyrir leiki dagsins er upplagt að skoða einn tilþrifapakka úr uppgjörsþættinum um fjórðu umferð NFL deildarinnar.

Flest NFL-liðin leika sinn fimmta leik á tímabilinu í dag en það er alltaf af nógu að taka þegar kemur af flottum eða fyndnum tilþrifum frá leikjum ameríska fótboltans.

Lokasóknin á Stöð 2 Sport gerir upp hverja umferð í NFL-deildinni og eins og venjan er þá var farið yfir það í vikunni hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni í síðustu viku.

Henry Birgir Gunnarsson var að þessu sinni með þá Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran, og Gunnar Ormslev með sér í þættinum.

Strákarnir skemmtu sér vel yfir tilþrifunum sem skiptust á að vera stórkostleg og skrautleg. Það má finna þessa samantekt hér fyrir neðan.

Tveir leikir verða sýndir beint úr NFL deildinni á Stöð 2 Sport 2 í dag en sá fyrri er leikur Cincinnati Bengals og Green Bay Packers klikkan 17.00 en sá síðari er leikur Arizona Cardinals og San Francisco 49ers klukkan 20.20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×