Flest NFL-liðin leika sinn fimmta leik á tímabilinu í dag en það er alltaf af nógu að taka þegar kemur af flottum eða fyndnum tilþrifum frá leikjum ameríska fótboltans.
Lokasóknin á Stöð 2 Sport gerir upp hverja umferð í NFL-deildinni og eins og venjan er þá var farið yfir það í vikunni hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni í síðustu viku.
Henry Birgir Gunnarsson var að þessu sinni með þá Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran, og Gunnar Ormslev með sér í þættinum.
Strákarnir skemmtu sér vel yfir tilþrifunum sem skiptust á að vera stórkostleg og skrautleg. Það má finna þessa samantekt hér fyrir neðan.
Tveir leikir verða sýndir beint úr NFL deildinni á Stöð 2 Sport 2 í dag en sá fyrri er leikur Cincinnati Bengals og Green Bay Packers klikkan 17.00 en sá síðari er leikur Arizona Cardinals og San Francisco 49ers klukkan 20.20.