Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 16:20 Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki Gunnlaugsson voru drifkrafturinn á bak við verkefnið. Samsett Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. Það var úrskurðað gjaldþrota þann 9. júní síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að skiptum hafi lokið 1. september án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum sex milljónum króna. DV greindi fyrst frá. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2011 að hugmyndin með félaginu væri að opna spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, sem rekið er af Icelandair Hotels. Höfðu bræðurnir þá kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingismönnum en lagabreytingu hefði þurft til að fyrirætlanirnar yrðu að veruleika. Nú er ljóst að lítið var úr draumum tvíburanna um opnun spilavítis en hugmyndir þeirra rúmast enn ekki innan ramma íslenskra laga. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að eyrnamerkja hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki á borð við kynningu á vetrarferðum til Íslands. Ferðaþjónustan jákvæð en ekki heilbrigðisráðuneytið Ábyrg Spilamennska skilaði siðast ársreikningi árið 2016 og gefa síðustu ársreikningar til kynna að enginn rekstur hafi verið í félaginu. Einu skuldir félagsins voru rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa þess. Í ljósi fyrirætlana tvíburana og Icelandair Hotels óskaði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, eftir óformlegum umsögnum árið 2010, meðal annars frá dómsmálaráðuneytinu, landlækni, lögreglu og ferðaþjónustunni. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar taldi ekkert athugavert við lögleiðinguna, svo framarlega sem góðar reglur yrði settar. Ferðamálastofa sagði viðskiptaleg rök vissulega vera fyrir hendi, en í svarinu kom einnig fram að ekki væri litið til annarra þátta, svo sem siðferðislegra og lögfræðilegra í þeirri niðurstöðu. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn opnun spilavíta og vísaði til álits landlæknis sem taldi að opnun spilavíta gæti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna. Gjaldþrot Fjárhættuspil Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Það var úrskurðað gjaldþrota þann 9. júní síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að skiptum hafi lokið 1. september án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum sex milljónum króna. DV greindi fyrst frá. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2011 að hugmyndin með félaginu væri að opna spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, sem rekið er af Icelandair Hotels. Höfðu bræðurnir þá kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingismönnum en lagabreytingu hefði þurft til að fyrirætlanirnar yrðu að veruleika. Nú er ljóst að lítið var úr draumum tvíburanna um opnun spilavítis en hugmyndir þeirra rúmast enn ekki innan ramma íslenskra laga. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að eyrnamerkja hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki á borð við kynningu á vetrarferðum til Íslands. Ferðaþjónustan jákvæð en ekki heilbrigðisráðuneytið Ábyrg Spilamennska skilaði siðast ársreikningi árið 2016 og gefa síðustu ársreikningar til kynna að enginn rekstur hafi verið í félaginu. Einu skuldir félagsins voru rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa þess. Í ljósi fyrirætlana tvíburana og Icelandair Hotels óskaði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, eftir óformlegum umsögnum árið 2010, meðal annars frá dómsmálaráðuneytinu, landlækni, lögreglu og ferðaþjónustunni. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar taldi ekkert athugavert við lögleiðinguna, svo framarlega sem góðar reglur yrði settar. Ferðamálastofa sagði viðskiptaleg rök vissulega vera fyrir hendi, en í svarinu kom einnig fram að ekki væri litið til annarra þátta, svo sem siðferðislegra og lögfræðilegra í þeirri niðurstöðu. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn opnun spilavíta og vísaði til álits landlæknis sem taldi að opnun spilavíta gæti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna.
Gjaldþrot Fjárhættuspil Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49