Konur sem kæra kynferðisbrot eru oft sakaðar um tepruskap Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. október 2021 21:39 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir marga nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu til samtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Oft er talað niður til þeirra sem stíga fram og greina frá kynferðislegu ofbeldi að sögn talskonu Stígamóta. Fjölmörg dæmi eru um að konur sem kæra kynferðisbrot séu sakaður um tepruskap og óþarfa dramatík. Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira