Regnboginn í Vík í Mýrdal um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2021 12:32 Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í Mýrdalshreppi alla helgina. Aðal hátíðarhöldin fara þó fram í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal og sveitunum þar í kring, ásamt gestum sínum ætla að skemmta sér saman um helgina því þar fer fram menningarhátíðin „Regnboginn – list í fögru umhverfi“. Menningarhátíð Mýrdælinga, „Regnboginn – list í fögru umhverfi“ hófst á fimmtudaginn og stendur alla helgina. Boðið er upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það verður tónlist, tónleikar, það er ball, það eru myndlistarsýningar og við erum með alþjóðlegt matarsmakk, auk þess sem við skrifuðum undir samning við Landlækni um heilsueflandi samfélag í gær. Það er bara nóg af öllu á þessari flottu hátíð,“ segir Þorbjörg. Hún segir almennt góða þátttöku í hátíðinni, sem er haldin á hverju hausti. „Já, það hefur aukist núna aftur. Það var mjög góð þátttaka í fyrra og mér sýnist hún vera mjög góð ár. Núna sit ég heima hjá mér og er að smyrja heimabakað rúgbrauð frá Kerlingardal með reyktri bleikju frá Fagradal en það verður framlag sveitarstjórans og þessara tveggja bænda, íslenska framlagið á matarsmakkinu, þannig að það eru allir að gera eitthvað og undirbúa.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir alla velkomna á hátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörg segist finna það mjög vel hvað fólk er þyrst í að gera eitthvað saman eftir allar samkomutakmarkanirnar vegna Covid. Þá sé hátíðin í Mýrdalshreppi flott framtak. „Já, þetta er mjög mikilvægt, fólk er allan jafnan mjög upptekið og allir á hlaupum og þessi einangrun hefur verið undanfarið ár, fólk hefur verið hvert í sínu horni og þá er þetta enn og frekar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörg. Hægt er að nálgast alla dagskrá helgarinnar inn á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is Mýrdalshreppur Menning Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Menningarhátíð Mýrdælinga, „Regnboginn – list í fögru umhverfi“ hófst á fimmtudaginn og stendur alla helgina. Boðið er upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það verður tónlist, tónleikar, það er ball, það eru myndlistarsýningar og við erum með alþjóðlegt matarsmakk, auk þess sem við skrifuðum undir samning við Landlækni um heilsueflandi samfélag í gær. Það er bara nóg af öllu á þessari flottu hátíð,“ segir Þorbjörg. Hún segir almennt góða þátttöku í hátíðinni, sem er haldin á hverju hausti. „Já, það hefur aukist núna aftur. Það var mjög góð þátttaka í fyrra og mér sýnist hún vera mjög góð ár. Núna sit ég heima hjá mér og er að smyrja heimabakað rúgbrauð frá Kerlingardal með reyktri bleikju frá Fagradal en það verður framlag sveitarstjórans og þessara tveggja bænda, íslenska framlagið á matarsmakkinu, þannig að það eru allir að gera eitthvað og undirbúa.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir alla velkomna á hátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörg segist finna það mjög vel hvað fólk er þyrst í að gera eitthvað saman eftir allar samkomutakmarkanirnar vegna Covid. Þá sé hátíðin í Mýrdalshreppi flott framtak. „Já, þetta er mjög mikilvægt, fólk er allan jafnan mjög upptekið og allir á hlaupum og þessi einangrun hefur verið undanfarið ár, fólk hefur verið hvert í sínu horni og þá er þetta enn og frekar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörg. Hægt er að nálgast alla dagskrá helgarinnar inn á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is
Mýrdalshreppur Menning Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira